Fara í innihald

Bárðar saga Snæfellsáss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bárðar saga Snæfellsáss er Íslendingasaga sem er rituð í ýkjustíl. Hún segir frá Bárði Dumbssyni af ætt bergbúa. Bárður flýr Noreg og sest að sunnan undir Snæfellsjökli í óbyggðum og með tröllum á Íslandi og í Noregi. Í enda sögunnar gengur hann í jökulinn og gerist landvættur.

Bárðar saga Snæfellsáss er landvætta- og tröllasaga sem gerist á landnámsöld. Hún er líklega rituð á fyrra hluta 14. aldar eftir Landnámu, örnefnum og þjóðsögnum. Rúmlega eitt blað úr sögunni er varðveitt í Vatnshyrnu, en að öðru leyti er sá texti til í eftirritum hennar. Seinni hluti sögunnar (11-22 kafli) hefur stundum verið nefndur Gests saga Bárðarsonar, enda telja sumir þann hluta saminn síðar og af öðrum höfundi.

  • Bárður Dumbsson er bergbúaættar. Hann er sonur Dumbs konungs og Mjallar af Kvenlandi. Hann var strax í æsku sterkur og stór. Hann var svo glæsilegur að margir höfðu ekki fegri mann séð. Hann var afar líkur móður sinni, mjallhvítur. 13 ára giftist hann Flaumgerði dóttur Dofra. Þau áttu 3 dætur saman. Síðan deyr Flaumgerður og líður Bárði mjög illa yfir því. Svo giftist hann Herþrúði og eignast þau 6 dætur saman.
  • Dumbur konungur
  • Mjöll af Kvenlandi
  • Flaumgerður giftist Bárði þegar hann var 13 ára, og eignast með honum 3 börn. Síðan deyr hún.
  • Herþrúður giftist Bárði eftir að Flaumgerður dó, og eignuðust þau 6 dætur saman.
  • Rauðfeldur litli frændi Bárðar sem hann drap með því að henda niður í gjá núna að nafni "Rauðfeldsgjá".
  • Helga dóttir Bárðar.

Kennsluefni um Bárðar sögu Snæfellsáss Geymt 8 mars 2016 í Wayback Machine Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur, 2010.

  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.