Davis-sund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Davissund)
Kort sem sýnir staðsetningu Davis-sunds

Davis-sund er sundið á milli Baffinslands og vesturstrandar Grænlands. Það tengir Labradorhaf í suðri við Baffinsflóa í norðri en er mun grynnra en bæði þessi hafsvæði. Það er þekkt fyrir mikla sjávarfallastrauma. Sundið heitir eftir enska landkönnuðinum John Davis sem sigldi um það árið 1586 í leit að Norðvesturleiðinni.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.