Norðvesturleiðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afbrigði af norðvesturleiðinni

Norðvesturleiðin er illfær siglingaleið frá Atlantshafinu til Kyrrahafsins í gegnum norðurheimskautseyjaklasa Kanada. Talið er að siglingaleiðin verði greiðfær á næstu árum vegna hlýnandi loftslags, sem veldur hopi heimskautaíss.

Saga og orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Frá lokum 15. aldar til 20. aldarinnar reyndu Evrópumenn að finna siglingaleið norður og vestur fyrir Ameríku. Englendingar kölluðu þessa ímynduðu siglingaleið norðvesturleiðina en spánverjar kölluðu hana Aniánsund. Leitin að þessu sundi var drifkrafturinn á bak við marga könnunarleiðangra Evrópumanna beggja vegna Norður-Ameríku.

Norðvesturleiðina sigldi fyrstur manna Roald Amundsen á 47 tonna síldveiðibát, Gjøa, sem hafði verið breytt til að standast álag ferðarinnar. Siglingin tók þrjú ár og lauk árið 1906. Þá kom Amundsen til bæjarins Eagle í Alaska og sendi símskeyti til að staðfesta afrek sitt. Leiðin sem hann hafði farið var mjög tímafrek og því óhentug og of grunnt var þar sem hann fór um. Norðvesturleiðin var ekki farin á skemmri tíma en einu ári fyrr en 1944 þegar St. Roch, kanadísk sérstyrkt skonnorta undir stjórn Henry Larsen, komst frá austri til vesturs áður en hafið lagði. Hann sigldi norðar en áður hafði verið gert. Áður höfðu menn siglt frá vestri til austurs á 28 mánuðum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]