Fara í innihald

Hraðvagn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraðvagnar frá TransJakarta í Jakarta á Indónesíu.

Hraðvagn er almenningsvagn sem hefur aukna flutningsgetu og áreiðanleika miðað við hefðbundinn almenningsvagn. Til að ná slíku fram er notast við liðvagna sem aka á sérakreinum, fá forgang á gatnamótum, notast við upphækkaðar biðstöðvar þar sem gengið er beint inn í vagninn, og selja ekki aðgöngumiða í vagninum til að draga úr töfum. Önnur hönnunaratriði sem eru gjarnan viðhöfð eru gæðabiðstöðvar með rennihurðum og rafrænum upplýsingaskiltum, afkastamiklir vagnar sem eru færir um mýkri akstur og fáar vel kynntar leiðir. Með rafknúnum vögnum sem ganga á gúmmíhjólum í stað hefðbundinna dekkja verður upplifunin enn nær léttlestum. Markmiðið er að ná hluta af kostum neðanjarðarlesta eða léttlesta með mun minni kostnaði.

Fyrsta hraðvagnakerfið var Rede Integrada de Transporte í Curitiba í Brasilíu sem hóf starfsemi árið 1974. Í nóvember 2016 höfðu 207 borgir tekið upp hraðvagnakerfi, flestar í Suður-Ameríku. Lengsta hraðvagnakerfi heims er TransJakarta í Indónesíu sem er samtals 210 km að lengd.

Í umræðum um fyrirhugaða Borgarlínu á Höfuðborgarsvæðinu hafa kostir hraðvagnakerfis verið bornir saman við kosti léttlestarkerfis.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.