Fara í innihald

Virðisföngun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftmynd af Arlington-sýslu í Bandaríkjunum sem sýnir þéttari byggð í kringum lestarstöðvar.

Virðisföngun er aðferð við opinbera fjármögnun sem gengur út á að „fanga“ hluta þess virðis sem opinber fjárfesting skapar fyrir einkaaðila. Þar sem opinberar fjárfestingar í til dæmis innviðum fyrir almenningssamgöngur auka virði fasteigna í nágrenninu skapa þær óinnleystar tekjur fyrir landeigendur. Með virðisföngun er reynt að fanga þessar tekjur, til dæmis með sérstöku innviðagjaldi á lóðir. Þannig verða jákvæð ytri áhrif framkvæmdanna að opinberum tekjum.

Segja má að í fasteignagjöldum felist virðisföngun þar sem hækkun fasteignaverðs sem leiðir af opinberum framkvæmdum leiðir til hærri fasteignagjalda og lóðaskatta og þar með aukinna opinberra tekna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.