Súlavesí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hæðarkort af Súlavesí

Súlavesí (áður Celebes-eyja) er eyja í Indónesíu. Hún er ein fjögurra Stóru-Sundaeyja. Enn fremur er Súlavesí ellefta stærsta eyja jarðar.

Eyjan er milli Borneó og Mólúkkaeyja. Í Indónesíu eru aðeins Súmatra, Borneó og Papúa stærri að flatarmáli og aðeins Java og Súmatra byggðar fleira fólki. Súlavesí er mjög óregluleg í laginu með fjóra langa skaga og lítur dálítið út eins og krossfiskur. Þessir skagar eru venjulega einfaldlega nefndir Norðurskagi, Austurskagi, Suðurskagi og Suðausturskagi. Þó er norðurskaginn stundum nefndur Mínahassaskagi. Tomíníflói liggur milli Mínahassa og austurskagans, Tólóflói milli austur- og suðausturskagans og Boneflói milli suður- og suðausturskagans.

Sundið milli Súlavesí og Borneó er nefnt Makassarsund.

Flatarmál Súlavesí er 174.600 km².

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.