Samtök frönskumælandi ríkja
Útlit
Samtök frönskumælandi ríkja (franska: Organisation internationale de la Francophonie, oft stytt í La Francophonie) eru samtök ríkja þar sem franska er almennt töluð eða er hefðbundið mál, og þar sem töluverður hluti íbúa er frönskumælandi eða umtalsverð tengsl eru við franska menningu. 88 ríki eru aðilar að samtökunum, þar af 57 fullgildir aðilar, 7 aukaaðilar og 27 áheyrnaraðilar.
Samtökin voru stofnuð 1970. Kjörorð þeirra eru égalité, complémentarité, solidarité („jafnrétti, gagnkvæmni, samstaða“). Núverandi aðalritari samtakanna er Louise Mushikiwabo frá Rúanda.