Nílarósar
Útlit
Nílarósar eru gríðarmiklir árósar þar sem Níl rennur út í Miðjarðarhafið. Þeir eru með stærstu árósum heims og ná frá Alexandríu í vestri að Port Saíd í austri og mynda 240 km af strandlengju Miðjarðarhafsins. Frá norðri til suðurs eru ósarnir um 160 km að lengd. Þeir hefjast rétt norðan við Kaíró.