Dögun (stjórnmálasamtök)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er íslensk stjórnmálasamtök, stofnuð 2012, sem hyggja á framboð á Alþingiskosningum 2013. Í Dögun sameinast meðal annarra fólk úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni, Frjálslynda flokknum og fulltrúar úr stjórnlagaráði. Meðal þeirra sem hafa gefið kost á sér í framboð eru Margrét Tryggvadóttir þingmaður og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR og Gísli Tryggvason og Lýður Árnason úr stjórnlagaráði.[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]