Saint-Barthélemy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Saint Barthélemy)
Jump to navigation Jump to search
Collectivité de Saint-Barthélemy
Fáni Saint-Barthélemy Skjaldamerki Saint-Barthélemy
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
'La Marseillaise'
Staðsetning Saint-Barthélemy
Höfuðborg Gustavia
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar
Forseti
Umsjónarmaður
Héraðsforseti
Hjálenda
Emmanuel Macron
Philippe Chopin
Bruno Magras
Franskt handanhafssamfélag
 - Frönsk nýlenda 1648 
 - Skipti við Svíþjóð 1. júlí 1784 
 - Seld til Frakklands 16. mars 1878 
 - Handanhafssamfélag 22. febrúar 2007 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
25[1] km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
9.035
361/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. n/a
n/a millj. dala (*. sæti)
n/a dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill evra (€)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .bl
Landsnúmer +590

Saint-Barthélemy er franskt handanhafssamfélag á eyju í Karíbahafi um 35 km suðaustan við Saint Martin og norðan við Sankti Kristófer. Púertó Ríkó er 240 km vestar. Frumbyggjar kölluðu eyjuna Ouanalao.

Saint-Barthélemy var lengst af frönsk hjálenda undir sömu stjórn og Gvadelúpeyjar sem er franskt handanhafsumdæmi. Árið 2003 samþykktu íbúar aðskilnað frá Guadeloupe í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eyjan er ein af fjórum hjálendum í Litlu-Antillaeyjum sem mynda Frönsku Vestur-Indíur ásamt Saint-Martin, Gvadelúp og Martíník.

Saint-Barthélemy er eldfjallaeyja umkringd sand- og kóralrifjum. Hún er 25 ferkílómetrar að stærð. Íbúar eru tæplega tíu þúsund. Höfuðstaður eyjarinnar er Gustavia sem er jafnframt aðalhöfnin. Eyjan er sú eina í Karíbahafi sem lengi var sænsk nýlenda, en Gvadelúp var einnig um skamma hríð undir sænskri stjórn undir lok Napóleonsstyrjaldanna. Tákn úr skjaldarmerki Svíþjóðar eru enn í skjaldarmerki eyjarinnar. Tunga og menning íbúa er samt frönsk að uppruna. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður á veturna.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. INSEE. „Actualités : 2008, An 1 de la collectivité de Saint-Barthélemy“ (fr),
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.