Lundey (Kollafirði)
Appearance
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lundey (Kollafirði).
Lundey er eyja í innanverðum Kollafirði á milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Þar er mikið fuglalíf. Eyjan er um 400 m löng og 150 m breið. Eyjan er lægst austanmegin en hæsta á vesturhlutanum en hæst er hún 14 m.y.s. Eyjan er að mestu úr blágrýti. Hún er fyrir vestan Þerney.
Lundey er gerð úr grágrýti. Hún er algróin og mjög þýfð. Þar er mikið lundavarp og er áætlað að í eyjunni séu um 10 þúsund lundaholur og einnig verpir þar fjöldi annarra tegunda svo sem rita, æður,teista, fýll, sílamáfur, svartbakur, tjaldur, sandlóa, stelkur, hrossagaukur, þúfutittlingur, grágæs og stokkönd. Einnig hafa hettumáfur, kría, skúfönd, toppönd, maríuerla og snjótittlingur verpt í eyjunni.
Lundey var friðlýst 8. júní árið 2021.
Heimildir
[edit | edit source]- Lundey í Kollafirði (Umhverfisstofnun)
- nat.is
- Fornleifaskráning Örfirirsey og Grandinn[óvirkur tengill]
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.