Toppönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Toppönd
Steggur
Steggur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Mergus
Tegund:
M. serrator

Tvínefni
Mergus serrator
Linnaeus, 1758
Dreifing toppandar
Dreifing toppandar
Mergus serrator

Toppönd (fræðiheiti: Mergus serrator) er önd sem er bæði staðfugl og farfugl á Íslandi. Toppendur eru önnur tveggja tegunda af ættkvíslinni Mergus hér á landi, en það þýðir að hún er fiskiönd; hin kallast gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk. Hún er víðast hvar mjög styggur fugl. Toppendur eru algengar um allt land nema á hálendinu. Stofnstærðin er talin 2.000–4.000 varppör. Heimilt er að veiða toppendur og mun eitthvað gert af því.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Lengd: 52 – 58 sm. | Þyngd: 900 – 1350 g. | Vænghaf: 67 – 82 sm.

Hálslöng og rennileg, grannvaxin, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan mjóan gogg og áberandi stríðan tvítopp í hnakka. Rauðleitur goggurinn er langur og mjór með þyrnitönnum sem auðveldar fuglinum að ná taki á hálum fiski. Fætur eru rauðir með dekkri fitjum og augu eru rauð. Flýgur venjulega lágt og hratt. Tilhugalífið er oft afar fjörlegt og mikil læti. Lætur helst heyra í sér í tilhugalífinu með rámu gargi.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Kafendur – fiskiendur, sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna. Oftast eru hornsíli aðalfæða toppandarinnar.

Varp[breyta | breyta frumkóða]

Varpsvæði eru lyngmóar eða kjarrlendi. Hreiðrin eru fóðruð með eigin dúni og eru falin vel og verpa því gjarnan í holur og glufur (t.d. í hrauni). Varptíminn er í júní og fram í ágúst. Eggin eru sjö til tólf talsins.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Leyfðar eru veiðar á toppöndini frá 1. september til 15. mars ár hvert [1]. Meðalveiði sl. fimm ára hafa verið 625 fuglar á ári [2].

Dreifing[breyta | breyta frumkóða]

Finnst við stöðuvötn, ár og stendur, aðallega á láglendi en er sjaldgæf á hálendinu. Hreiðrið er vel falið í gróðri eða holum og sprungum, fóðrað með sinu og dúni. Á veturna leitar hún út á sjó og steggir fella fjaðrirnar aðallega á sjó. Hluti stofnsins hefur vetursetu á Bretlandseyjum verpur á breiðu belti allt umhverfis Norðurheimskautið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.