Fara í innihald

Lionflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Lionflóa

Lionflói eða „Ljónaflói“ er flói í norðvestanverðu Miðjarðarhafi undan strönd Languedoc-Roussillon og Provence í Frakklandi. Hann nær frá landamærum Frakklands og Katalóníu í suðri að Toulon í austri. Helsta höfnin við flóann er í Marseille. Þarna á hafinu blæs hinn þekkti mistralvindur úr norðri.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.