Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021 er heimsfaraldur sjúkdómsins COVID-19 sem er af völdum kórónaveirunnar SARS-CoV-2.

Kórónaveirufaraldur 2019-2021[1]
Land eða landsvæði [a] Staðfest smit Dauðsföll Bati[b]
Bandaríkin 28.800.000 512.000 18.000.000
Indland 11.000.000 157.000 10.500.000
Brasilía 9.400.000 247.000 8.300.000
Rússland 4.000.000 83.000 3.600.000
Frakkland 3.300.000 85.000 91.000
Bretland 4.000.000 121.000 ?
Spánn 3.000.000 68.000 ?
Ítalía 2.700.000 96.000 2.000.000
Þýskaland 2.300.000 69.000 2.000.000.
Argentína 2.000.000 51.000 1.300.000
Mexíkó 2.000.000 180.000 1.500.000
Perú 1.200.000 43.000 60.000
Kólumbía 2.200.000 59.000 2.000.000
Pólland 1.600.000 42.000 1.300.000
Suður-Afríka 1.600.000 49.000
Tyrkland 2.600.000 28.000 125.000
Síle 700.000 20.000 36.000
Íran 1.500.000 59.000 112.000
Írak 600.000 13.000 0
Bangladess 500.000 7.000
Úkraína 1.300.000 25.000 23
Holland 1.000.000 15.000 0
Kanada 800.000 21.000 500.000
Belgía 700.000 22.000 1.700
Sádi-Arabía 350.000 6.000
Rúmenía 700.000 20.000
Filippseyjar 500.000 11.000 1
Indónesía 1.200.000 35.000
Ísrael 700.000 5.000 4
Portúgal 750.000 15.000
Pakistan 500.000 12.000
Marokkó 400.000 7.000
Tékkland 800.000 19.000
Katar 140.000 240
Kína 87.000 4.600 78.000
Japan 400.000 6.800
Sviss 500.000 9.800
Nepal 250.000 1.800
Jórdanía 230.000 2.900
Austurríki 400.000 8.000
Ekvador 200.000 14.000
Hvíta-Rússland 200.000 1.400
Svíþjóð 600.000 12.400 ?
Sameinuðu arabísku furstadæmin 200.000 600 12
Georgía 150.000 1.400
Ungverjaland 350.000 13.000
Armenía 140.000 2.300
Írland 180.000 2.800
Egyptaland 150.000 8.000 12
Singapúr 60.000 28 93
Kúveit 150.000 900 1
Suður-Kórea 70.000 1.100 5.400
Ástralía 27.000 900 27
Malasía 30.000 250 87
Noregur 66.000 608
Danmörk 200.000 2.343 0
Ísland 6.049 29 6.000
Líbanon 80.000 640 1
Finnland 50.000 710 1
Serbía 380.000 3.600 54
Búlgaría 150.000 4.500
Bólivía 200.000 9.000
Dóminíska lýðveldið 150.000 2.400 16
Panama 170.000 3.000 13
Kosta Ríka 200.000 2.700
Hong Kong 5.000 105 77
Barein 82.000 300 4
Taíland 4.000 60 33
Króatía 200.000 4.000
Grikkland 150.000 6.000
Alsír 80.000 2.500
Aserbaídsjan 55.000 730
Afganistan 50.000 2.000
Færeyjar 658 1
Andorra 8.000 85
Eistland 33.000 280
Lúxemborg 50.000 530
Nýja-Sjáland 2.330 25
Taívan 600 7 15
Diamond Princess skipið [c] 712 12 245
Alls 112.200.000 2.485.000 87.700.000
Miðað við 22.2 2021
Neðanmálsgreinar
 1. Miðað við landið þar sem smitið greindist, ekki ríkisfang hins smitaða eða landið þar sem smit átti sér stað.
 2. Athuga að "–" þýðir að gögn vantar.
 3. Hér er átt við smit um borð í skipinu Diamond Princess sem var í sóttkví innan japönsku landhelginnar.

Smitleið sjúkdómsins milli einstaklinga mun vera snerti- og dropasmit. Það þýðir að veiran dreifast þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér í návígi við aðra í sama rými og heilbrigður einstaklingur andar að sér agnarsmáu dropunum. Veiran getur einnig lifað í stuttan tíma á öðrum snertiflötum þar sem droparnir lenda. Það að snerta veika einstaklinga eða sameiginlega snertifleti felur þannig í sér ákveðna áhættu.

Útsettir fyrir smiti eru því allir þeir sem hafa verið innan við 1–2 metra frá veikri manneskju meðan viðkomandi var með hósta eða hnerra, eða hafa snert viðkomandi, sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki.[2]

Þann 22. febrúar 2021 hafa um 112 milljónir tilvik verið staðfest í yfir 200 löndum og landsvæðum. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru 2,5 milljónir. Yfir 88 milljónir hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.

Veiran var fyrst greind í desember 2019 í borginni Wuhan í Kína.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Tölur[breyta | breyta frumkóða]

(22. febrúar)

Staðfest smit Dauðsföll Lokið sóttkví Bólusetningu lokið Innanlandssýni Landamærasýni
6049 29 45.960 11.522 275.279 ca 220.000

2020[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum Andalo á Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.[3] [4][5][6][7]

Fyrstu smitin (til 6. mars 2020) voru öll rakin til Norður-Ítalíu og til Austurríkis.[8]

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru eftir að fyrstu smit innanlands voru staðfest 6. mars 2020.[9] Strax í kjölfarið var tekin ákvörðun um að banna heimsóknir gesta til allra starfsstöðva Landspítalans frá og með 6. mars 2020, þ.m.t. Landspítalans í Fossvogi, á Hringbraut, Vífilsstaða, Grensáss, Landakots og Klepps. Undantekningar verða aðeins gerðar í sérstökum tilvikum.[10] Samdægurs var tekin ákvörðun um að loka starfs­stöðvum og starf­sein­ing­um Reykja­víkurborgar sem viðkvæm­ir hópar sækja, m.a. dagdvalir fyrir eldra fólk, vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk og skammtímadvalir fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.[11]

Fyrir ferðamenn sem kunnu að vera smitaðir með COVID-19 og aðra sem þurftu á því að halda var Fosshótel Lind við Rauðarárstíg breytt í sóttkví.[12]

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ásamt Íslenskri erfðagreiningu tóku að sér að skima Íslendinga fyrir veirunni um miðjan mars undir stjórn sóttvarnarlæknis. [13]

Frá 19. mars 2020 var Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Þetta gilti einnig um Íslendinga sem voru búsettir erlendis.[14]

Frá 15. mars var sett samkomubann til 13. apríl og viðburðum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman var aflýst. Það bann var endurskoðað 23. mars og frá og með þeim degi máttu ekki fleiri en 20 koma saman. Það var framlengt fram í byrjun maí. Frá 4. maí máttu allt að 50 manns koma saman og ýmis starfsemi var leyfð með smitgát. En smitum fækkaði allverulega frá lokum apríl. Í maí greindust aðeins 8 smit. Þríeykið Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Víðir Reynisson sáu um daglega fundi í um 2 mánuði, fækkuðu fundum svo í 3 á viku, og héldu síðasta fundinn í bili 25. maí og var neyðarstigi aflýst. [15]

Frá 18. maí opnuðu sundstaðir og frá 25. maí opnuðu líkamsræktarstöðvar og allt að 200 manns máttu koma saman. 500 manns komu saman á tónleikum Páls Óskars 28. maí í Hörpu en þeim var skipt upp í hólf. Íslandsmót í knattspyrnu byrjaði um miðjan júní og var áhorfendum skipt upp í hólf. 2 metra reglan var endurskoðuð og gilti hún um þá sem kysu að hafa þá fjarlægð ættu kost á því. Alþjóðlegt flug var leyft frá 15. júní og voru sýni tekin og einnig mótefni skimuð. Einnig voru sundstaðir og líkamsræktarstöðvar opnaðar að fullu og 500 máttu koma saman.

Vegna fjölgunar smita í lok júlí voru 100 manna hóptakmarkanir settar tímabundið á og 2 metra reglan virk á ný. Atburðum á verslunarmannahelgi var aflýst. Menningarnótt var aflýst í fyrsta sinn.

Í lok september fjölgaði smitum talsvert og var Landspítalinn settur á hættustig. Í byrjun október voru hömlur settar á: líkamsræktarstöðum og börum m.a. lokað og 20 manna hópamyndanir leyfðar (þó undantekning með jarðafarir o.fl.).

Um mánaðarmót október/nóvember kom upp hópsmit á Landakotsspítala þar sem yfir 200 smituðust. 13 manns létust vegna þess. Um jólin var fólk hvatt til að halda sig innan sinnar jólakúlu með ekki fleiri en 10 manns innan hennar.

Fyrsta bóluefnið kom milli jóla og nýárs og var fyrsti einstaklingur bólusettur 29. desember á hjúkrunarheimili. Framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu voru líka í forgangshópi í fyrstu bólusetningunni.

Á árinu höfðu nokkrir ráðamenn verið gagnrýndir um að fara ekki eftir gildandi takmörkunum.

2021[breyta | breyta frumkóða]

Slakað var á hömlum 12. janúar þegar til að mynda líkamsræktarstöðvar voru opnaðar aftur með takmörkunum og í jarðarförum máttu koma 100 manns saman. Lítið var um smit innanlands um áramót en fleiri greindust á landamærunum. Því var tvöföld skimun á landamærum skylda frá 15. janúar. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins var afnumið.

Um miðjan febrúar opnuðu barir og skemmtistaðir með takmörkunum. Gestum í leikhúsi og söfnum fjölgaði í 150 og var miðað við fjarlægð og fermetrafjölda. [16]

Hugmyndir voru uppi um að lyfjafyrirtækið Pfizer myndi bólusetja alla íslensku þjóðina í rannsókn en miðað við stöðuna í faraldrinum í byrjun árs þótti það ekki fýsilegt.

Frá 19. febrúar þurftu allir sem koma til landsins að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands.

Bylgjur[breyta | breyta frumkóða]

Talað er um bylgjur í faraldrinum á Íslandi. Fyrsta bylgjan hófst í lok febrúar 2020 og endaði í byrjun júní 2020. Önnur bylgja hófst í lok júlí 2020 og endaði í byrjun september 2020. Þriðja bylgjan hófst í lok september 2020 og var tekin að hjaðna um miðjan nóvember.

Danmörk[breyta | breyta frumkóða]

Handspritt og grímur seldust fljótlega upp í apótekum í Danmörku

COVID-19 barst til Danmerkur í lok febrúar 2020 og fyrsta smitið var staðfest þann 27. febrúar í Hróarskeldu. Mörg smit voru rakin til skíðasvæða í Tirol, sérstaklega til Ischgl, og var viðurkennt af Statens Serum Institut að það hefði ekki tekist að koma nógu snemma auga á uppruna þessara smita.[17]

Vegna hraða útbreiðslunnar í Danmörku var gripið til aðgerða. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti á blaðamannafundi 11. mars að sett yrði samkomubann á viðburði þar sem fleiri en eitt hundrað koma saman. Skólahaldi var aflýst í 2 vikur frá og með 13. mars og biðlað var til almennings um að vera heima en að forðast að hamstra matvæli og lyf.[18]

Þann 13. mars tilkynnti utanríkisráðuneytið að Danir í útlöndum ættu að koma heim sem fyrst og að íbúar Danmerkur ættu ekki að ferðast til útlanda nema í neyðartilvikum.[19] Um kvöldið 13. mars tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur að landamærum Danmerkur yrði lokað 14. mars frá klukkan 12 að dönskum tíma.[20]

Danir afléttu hömlum í byrjun maí og var skólahald leyft.

Smitvarnir[breyta | breyta frumkóða]

Almennt hreinlæti skiptir máli í að hindra dreifingu veirunnar. Vandaður handþvottur með sápu og vatni í a.m.k. 20 sekúndur er mikilvægur þáttur í að forðast smit og einnig að hreinsa með handspritti eftir að koma við sameiginlega snertifleti (t.d. hurðahúna og takka) eða að taka við hlutum úr annarra höndum.[2] Almennt er ekki mælt með að heilbrigt fólk noti grímur nema í návígi við veika.

Miðað út frá SARS veiru er líftími veirunnar á pappír og sambærilegum flötum sennilega mjög stuttur.[21] Landlæknirinn á Íslandi telur útilokað að vörusendingar frá áhættusvæðum gætu mögulega smitað frá sér.[2]

Framlínustarfsmenn í faraldrinum eru meðal annars skilgreindir sem þeir sem veita þjónustu og vinna í nálægð sinna viðskiptavina.[21] Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska og jafnframt að þvo hendurnar með sápu og vatni áður en hanskar eru settir upp og eftir að taka hanskana af sér og henda þeim.

Bóluefni[breyta | breyta frumkóða]

Bóluefni gegn veirunni var þróað seinni hluta árs 2020 og varð Bretland fyrsta landið til að samþykkja bóluefni lyfjafyrirtækisins Pfizer/BioNTech. Það á að veita 95% vörn gegn Covid og verður fyrst í boði fyrir eldri borgara og heilbrigðis- og umönnunarfólk. [22] Níræð kona í Coventry varð sú fyrsta til að fá bóluefnið 8. desember. [23] Í Bandaríkjunum fékk hjúkrunarfræðingur frá New York fyrsta bóluefnið þar í landi. [24] Önnur bóluefni hafa einnig verið þróuð í löndum eins og Rússlandi og Kína.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Taflan kemur frá Wikipedíu síðunni á ensku um faraldurinn. Námundaðar tölur.
 2. 2,0 2,1 2,2 „Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna (COVID-19)“. Landlæknir. 27. janúar 2020. Sótt 3. mars 2020.
 3. Freyr Gígja Gunnarsson; Hólfríður Dagný Friðjónsdóttir (28. febrúar 2020). „Vinnustaður mannsins kominn í sóttkví“. RÚV. Sótt 3. mars 2020.
 4. Magnús Geir Eyjólfsson (6. mars 2020). „Lýsa yfir neyðarstigi eftir fyrsta innanlandssmitið“. RÚV. Sótt 20. apríl 2020.
 5. „Inn­an­lands­smit­um kór­ónu­veiru fjölg­ar“. mbl.is. 6. mars 2020. Sótt 20. apríl 2020.
 6. Sólveig Klara Ragnarsdóttir (7. mars 2020). „5 ný smit greind í dag - þar af 3 innanlands“. RÚV. Sótt 20. apríl 2020.
 7. Sólveig Klara Ragnarsdóttir (8. mars 2020). „Þrír farþegar úr Veróna fluginu smitaðir af COVID-19“. RÚV. Sótt 20. apríl 2020.
 8. „Fréttatilkynning vegna COVID-19 kl. 16:30“. Embætti landlæknis. 3. mars 2020. Sótt 20. apríl 2020.
 9. „Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19“. 6. mars 2020. Sótt 20. apríl 2020.
 10. Sólveig Klara Ragnarsdóttir (6. mars 2020). „Banna allar heimsóknir á Landspítala“. RÚV. Sótt 20. apríl 2020.
 11. https://reykjavik.is/frettir/lokanir-til-ad-vernda-vidkvaema-hopa/.
 12. Stefán Ó. Jónsson; Andri Eysteinsson (29. febrúar 2020). „Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví“. Vísir. Sótt 3. mars 2020.
 13. Giskar á að veiran sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi Rúv, skoðað 10. mars, 2020
 14. „Tilkynningar“. www.covid.is . Sótt 20. mars 2020.
 15. Þríeykið þakkaði fyrir með söngRúv, skoðað 3. júní, 2020
 16. Svandís féllst á tillögur Þórólfs - barir opna á ný Rúv, skoðað 5. febrúar, 2021
 17. „139 skiturister slæbte coronavirusset med hjem til Danmark: Island testede bredere end andre og fik øjene op for Tyrol“.
 18. Birta Björnsdóttir (11. mars 2020). „Danmörk skellir í lás vegna Covid-19“. RÚV. Sótt 13. mars 2020.
 19. „Klar besked til 100.000 danskere i udlandet: Kom hjem nu!“.
 20. „Statsministeren: Danmarks grænser lukker fra klokken 12 i morgen“.
 21. 21,0 21,1 „Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru 2019 (COVID-19): Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu“ (PDF). Landlæknir. 18. febrúar 2020. Sótt 3. mars 2020.
 22. Covid-19: Pfizer/BioNTech vaccine judged safe for use in UK from next week BBC. Skoðað 2. des. 2020
 23. BBC News - Covid-19 vaccine: First person receives Pfizer Covid-19 vaccine in UKBBC, skoðað 8. desember 2020.
 24. Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna Rúv, skoðað 14. des. 2020