Þórólfur Guðnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórólfur Guðnason (f. 28. október 1953 í Vestmannaeyjum) er fyrrum sóttvarnalæknir Íslands.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1973 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1981. Hann stundaði nám í almennum barnalækningum á Íslandi og í Bandaríkjunum 1984-1988 og nám í smitsjúkdómum barna í Bandaríkjunum 1988-1990.[1]

Eiginkona Þórólfs er Sara Hafsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, og eiga þau tvo syni.

Þórólfur Guðnason varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Sýkingar og sýklun pneumókokka hjá börnum á íslenskum leikskólum – faraldsfræði, áhættuþættir og íhlutandi aðgerðir“ (Infectious illnesses and pneumococcal carriage among preschool children at Icelandic day care centers – epidemiology, risk factors and intervention).

Þórólfur varð landsþekktur fyrir störf sín sem sóttvarnalæknir í mars 2020 vegna upplýsingafunda um COVID-19. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu heilbrigðismála þann 17. júní 2020.[2]

Þórólfur ákvað að hætta starfi sem sóttvarnarlæknir í september 2022. Guðrún Aspelund tók við af honum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þórólfur Guðnason“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2020.
  2. Bjarni Pétur Jónsson (17. júní 2020). „Þríeykið fékk fálkaorðuna“. RÚV. Sótt 17. júní 2020.