Verslunarmannahelgi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er á meðal þeirra en einnig hefur skapast hefð fyrir hátíðarhöldum á Akureyri, Neskaupstað og Siglufirði svo eitthvað sé nefnt. Helgin er þekkt fyrir mikla áfengisneyslu landsmanna.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og hann ætlaður starfsfólki verslanadanskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag.

Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, svo sem þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]