Heimsfaraldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsfaraldur (einnig útbreidd farsótt) er farsótt sem nær mjög mikilli útbreiðslu, jafnvel í öllum heimsálfum.

Meðal þekktra heimsfaraldra má nefna svarta dauða sem átti upptök sín í Asíu en geisaði einnig í Evrópu á 14. öld og dró 20-30 milljónir manna til dauða; og spænsku veikina sem fyrst varð vart í mars 1918 í Kansas í Bandaríkjunum og dró 25 milljónir manna til dauða á fyrstu sem mánuðunum.