Íslensk erfðagreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

DeCode eða Íslensk erfðagreining er íslenskt líftæknifyrirtæki sem var stofnað árið 1996. Kári Stefánsson er stjórnarformaður og forstjóri. Íslensk erfðagreining er líftæknifyrirtæki sem þróar lyf við mörgum alvarlegustu sjúkdómum samtímans eins og hjartaáföllum og blóðtappamyndun. Fyrirtækið notar erfðarannsóknir við þróun þessara lyfja, vísindamenn hafa einangrað fjölda erfðavísa sem eiga þátt í þessum sjúkdómum. Þannig komast þau að líffræðilegum orsökum þeirra og skilgreina lyf út frá því. Nú er unnið að lyfjum við hjartaáföllum, blóðtappamyndunum og astma.[1]

Fyrirtækið vinnur meðal annars að þróun lyfja við:

Íslensk erfðagreining hefur komið sér upp og gert aðgengilega Íslendingabók, gagnagrunn með ættfræðilegar upplýsingar um alla þá Íslendinga sem heimildir eru um.

Íslensk erfðgreining býður upp á alhliða þjónustu við arfgerðagreiningar en arfgerðagreining er einn mikilvægasti liðurinn í kortlagningu meingena. Einnig er boðið upp á þrívíddargreiningu á formgerð prótína en með sérhæfðum hugbúnaði má hanna lyfjasambönd sem falla að virkniseti lyfjamarkanna eins og óskað er eftir að lyfin bindist. Lyfjaefnafræði er eitt af því sem Íslensk erfðagreining býður uppá en það eru rannsóknir allt frá fyrstu skrefum lyfjaþróunar að þróun ferla til að framleiða lyfjaefni í miklu magni fyrir klíniskar rannsóknir. Alhliða klínískar rannsóknir er annað sem þeir bjóða upp á en það er t.d. uppsetning og stjórnun á I-IV fasa klínískra lyfjarannsókna, lyfjaerfðafræðilegar rannsóknir og lyfjaefnagreining.[2]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]