Fara í innihald

Gulahaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gulahafið)

Gulahaf er nafn á hafsvæði milli Kína og Kóreuskagans. Það dregur nafn sitt af því að sandfok úr Góbíeyðimörkinni litar yfirborð hafsins gult. Í Kóreu er hafið stundum nefnt „Vesturhafið“.

Innsti hluti hafsins er kallaður Bohaihaf. Í það rennur Gulafljót.

Gulahaf er eitt fjögurra hafa, sem eru kennd við liti; Hin eru Svartahaf, Rauðahaf og Hvítahaf.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.