Kóreuskagi

Hnit: 37°30′00″N 127°00′00″A / 37.50000°N 127.00000°A / 37.50000; 127.00000
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort yfir Kóreuskagann

Kóreuskagi er skagi í Austur-Asíu sem nær um 1.100 km suður frá meginlandi Asíu til Kyrrhafsins. Í kringum skagann eru Japanshaf (einnig kallað Austurhafið) fyrir austan, Gulahafið fyrir vestan og Kóreusundið, sem tengir fyrstu tvö höfin saman. Þangað til seinni heimsstyrjöldinni lauk var Kórea eitt ríki sem náði meira eða minna yfir Kóreuskagann. Frá lokum Kóreustríðsins árið 1953 hefur Alþýðulýðveldið Kórea stjórnað norðurhluta skagans en Lýðveldið Kórea suðurhluta hans.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.