Hvíti herinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvíti herinn eða hvítliðar var heiti á ýmsum herjum sem börðust gegn Bolsévikum í rússnesku borgarastyrjöldinni 1917-1923. „Hvítur“ í þeirri merkingu var hefðbundinn litur konungssinna í Evrópu og myndaði auk þess andstæðu við „rauður“, þ.e. Rauða herinn sem Bolsévikar skipulögðu.

Önnur notkun[breyta | breyta frumkóða]

Orðið „hvítliði“ hefur stundum verið notað sem uppnefni á þá sem aðstoða lögreglu í átökum við róttæka hópa eða taka sig sjálfir til og berja á þeim sem mótmæla. Einnig er talað um að hvítliðar reyna að koma óorði á mótmælendur með því að ganga í raðir þeirra og vinna illvirki (sbr. flugumaður). Orðið hvítliði er einnig notað í niðrandi merkingu um hægrimenn almennt.

Í Nóvu-deilunni árið 1933 mættu „hvítliðar“ til að hindra mótmælendur á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir strengdu kaðal sín á milli og reyndu ryðja bryggjuna og lá við slysum. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]