Rómafólk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rómafólk, Rómanar eða sígaunar er þjóðflokkur, sem talinn er hafa tekið sig upp frá Indlandi. Fyrst fara sögur af Rómafólki í Evrópu á árunum 835 e.Kr. til ársins 1000. Ekki er ósennilegt að þeir hafi dvalist á Grikklandi á þessum árum, en þar voru þeir nefndir Atzincani og almennt taldir galdramenn og þjófar. Á 13. og 14. öld dreifðust þeir um svæðið á milli Pelópsskaga og Dónár. Undir lok 14. aldar setjast þeir að í Vestur-Evrópu og koma eftir tveimur leiðum, annars vegar meðfram ströndum Miðjarðarhafsins og hins vegar þvert yfir Mið-Evrópu. Þeir settust að í Ungverjalandi á 14. öld og ekki leið á löngu þar til sett voru lög um að þeir skyldu vera handteknir og hnepptir í þrældóm. Til Þýskalands komu þeir sem pílagrímar á flótta undan Tyrkjum og höfðu meðferðis griðabréf undirrituð af konungum og aðalsmönnum, en ekki voru þetta fjölmennir hópar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.