Gústaf 2. Adólf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gústaf 2. Adolf)
Jump to navigation Jump to search
Gústaf 2. Svíakonungur

Gústaf 2. Adólf (9. desember 15946. nóvember 1632) var konungur Svíþjóðar frá 1611. Í sögu Svíþjóðar miðast upphaf stórveldistímans við valdatöku hans. Hann var sonur Karls hertoga og konu hans Kristínar af Holstein-Gottorp. Frændi hans, Sigmundur 3., Póllandskonungur, gerði áfram tilkall til sænsku krúnunnar og deilurnar um ríkiserfðir héldu áfram milli landanna. 1626 réðist Gústaf inn í Lífland og hóf með því Pólsk-sænska stríðið (1626-1629) og í júní 1630 réðist hann inn í Þýskaland sem verndari málstaðar mótmælenda í Þrjátíu ára stríðinu. Sænski herinn sneri stríðsgæfunni skjótt mótmælendum í hag en Gústaf sjálfur féll í orrustunni við Lützen tveimur árum síðar.


Fyrirrennari:
Karl 9.
Svíakonungur
(1611 – 1632)
Eftirmaður:
Kristín Svíadrottning


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.