Sjálfsþurft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjálfsþurft er sú staða einstaklings eða samfélags að þurfa ekki á ytri aðstoð, stuðningi eða viðskiptum að halda til að lifa af. Sjálfsþurftarbúskapur er landbúnaður sem gengur aðallega út á framleiðslu afurða til eigin nota og getur líka átt við efnahagsstjórn þar sem markmiðið er að ríkið sé sjálfu sér nógt um nauðsynjar ólíkt markaðsbúskap þar sem ríki eru háð milliríkjaverslun.

Sjálfsþurftarhugtakið er oft notað um ýmsar tegundir af sjálfbærum lífstíl þar sem öll neysluvara er framleidd af einstaklingnum sjálfum, fjölskyldunni eða nærsamfélaginu. Dæmi um sjálfsþurftarlífstíl eru til dæmis einfalt líf, smábýlastefna, aftengd hús, sjálfsbjörgun, gerðu það sjálfur og aftur-í-sveitina-hreyfingin.

Dæmi um aðferðir og áherslur við sjálfsþurft eru óháðar byggingar, vistmenning, sjálfbær landbúnaður og endurnýjanleg orka.

Hugtakið er líka oft notað um takmarkaða sjálfsþurft eins og að rækta eigið grænmeti eða vera eins óháður fjármálastofnunum og hægt er.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.