Rússneska keisaradæmið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fílabeinshásæti Ívans grimma.

Rússneska keisaradæmið (rússneska: Царство Русское, frá 1721 Pоссiйская Имперiя) var stórveldi í Evrópu og Asíu sem varð til þegar Ívan grimmi stórfursti af Moskvu ákvað að taka sér titilinn царь sem merkir keisari árið 1547. Ívan var fastur í sessi, hafði mikil völd gagnvart bojurunum og jók verulega við ríki sitt með því að leggja undir sig tatararíkin Kasan og Astrakan. Hann var fyrstur formlega krýndur „царь“ eða „keisari“ þótt faðir hans og afi hefðu báðir notað titilinn á undan honum, enda litu þeir á Moskvu sem arftaka Konstantínópel eftir fall Austrómverska keisaradæmisins, og sjálfa sig því sem arftaka rómversku keisaranna.

Pétur mikli ákvað síðan 1721 að taka upp evrópska heitið „Pоссiйская Имперiя“ (Rossijskaja Imperija) eftir að hann hafði gert ríkið að einveldi og lagt niður stofnanir bojarasamfélagsins.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.