Borgarbókasafn Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grófarhúsið í Tryggvagötu 15

Borgarbókasafn Reykjavíkur er almenningsbókasafn Reykvíkinga. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf starfsemi 1923. Í safninu eru um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Aðalsafnið er í Grófarhúsinu í Tryggvagötu en þar eru einnig til húsa Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Útlánsstaðir safnsins eru sex en auk þess rekur safnið bókabíl sem ferðast um hverfi Reykjavíkur og sögubíl sem heimsækir leikskóla. Safnið rekur vefinn bókmenntir.is Útlánsstaðir eru þessir:

  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 15
  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Árbæ, Hraunbæ 119
  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Spönginn, Spönginni 41
  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Gerðubergi, Gerðubergi 3-5
  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Kringlunni, Kringlunni við Listabraut
  • Borgarbókasafnið - Menningarhús Sólheimum, Sólheimum 27

Heimild[breyta | breyta frumkóða]