Tryggvagata

Hnit: 64°08′56″N 21°56′25″V / 64.14889°N 21.94028°V / 64.14889; -21.94028
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°08′56″N 21°56′25″V / 64.14889°N 21.94028°V / 64.14889; -21.94028 Tryggvagata er nefnd eftir Tryggva Gunnarssyni bankastjóra og alþingismanni hann var atkvæðamikill í Reykjavík um aldamótin 1900. Gatan varð til á uppfyllingunni sem gerð var við hafnargerðina 19131917. Nafnið var samþykkt í bæjarstjórn árið 1923. Tryggvagata er staðsett milli Lækjargötu og Geirsgötu. Tryggvagata 10, 12 og 14 eru byggð fyrir árið 1918 og eru því allar breytingar á þeim háðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Á Tryggvagötu eru mörg þekkt hús sem að Íslendingar eiga, þar að meðal er Listasafn Reykjavíkur staðsett, eitt af mörgum Borgarbókasöfnum Reykjavíkur, Kolaportið og Tollhúsið.

Listasafn Reykjavíkur[breyta | breyta frumkóða]

Listasafn Reykjavíkur er til húsa á þremur stöðum í bænum. Í Hafnarhúsi við Tryggvagötu, á Kjarvalsstöðum við Flókagötu og í Ásmundarsafni við Sigtún. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkaeign borgarinnar. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á stjórnun og fjármögnun safnsins. Listasafn Reykjavíkur samanstendur af fimm aðskildum safneignum: Almennri safneign Reykjavíkurborgar, Errósafni, Kjarvalssafni, Ásmundarsafni og safneign byggingarlistardeildar. Safneignin er sýnd í þremur húsum sem Listasafn Reykjavíkur hefur yfir að ráða: Kjarvalsstöðum við Flókagötu sem voru opnaðir 1973, Ásmundarsafni við Sigtún, opnað 1983 og Errósafnið er til sýnis í Hafnarhúsinu sem var formlega opnað árið 2000. Verk safnsins eru einnig til sýnis í opinberum byggingum og á opnum svæðum víða um borgina. Að auki er safnið með tímabundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist og hönnun í öllum húsunum þremur.

Borgarbókasafn Reykjavíkur[breyta | breyta frumkóða]

Borgarbókasafn Reykjavíkur er við Tryggvagötu 15. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf ekki starfssemi fyrr en 19. apríl 1923. Í safninu eru nú um 500 þúsund bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo fátt eitt sé nefnt. Í öllum söfnunum eru svo kallaðir heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Netinu.

Borgarbókasafn heyrir undir Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar. Borgarbókasafn er almenningsbókasafn Reykvíkinga og er öllum opið. Það starfar samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 36 frá 1997, yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994 (PDF 14KB) menningarstefnu Reykjavíkurborgar og samþykkt fyrir Borgarbókasafn frá 2002.

Kolaportið[breyta | breyta frumkóða]

Kolaportið var opnað þann 8. apríl 1989 en þá ekki á Tryggvagötunni heldur í bílageymslu bílastæðasjóðs Reykjavíkur í húsi Seðlabankans í miðborg Reykjavíkur. Með stuðning frá Reykjavíkurborg og Fjármálaráðuneytisins flutti Kolaportið starfsemi sína 5 árum seinna eða árið 1994 í framtíðarhúsnæði á neðstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu sem er einnig í miðborg Reykjavíkur. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem eins mikið fólk sækir um hverja helgi eins og markaðstorg Kolaportsins. Fjölbreytnin þar inni gerir andrúmsloftið og umhverfið svo skemmtilegt og er ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum en þar er að finna notaða vöru, nýja vöru, matvæli, handverksvöru, fatnað, skartgripi, skó, antikvöru, húsgögn, bækur, innfluttar vörur frá öllum heimshornum svo eitthvað sé nefnt. Mikið líf er í Kolaportinu og skemmtileg stemmning myndast þar hverja helgi, stemmningin líkist á við stemmningu í litlu bæjarfélagi þar sem kaupmenn kalla á viðskiptavini, heildsalar kynna nýja vöru, stjórnmálaöfl dreifa bæklingum, kórar taka lagið og selja kompudót í fjáröflunarskyni, fjöldi manns er mættur með gamla dótið úr geymslunni og ættarmótin koma saman í Kaffi Porti.

Kolaportið er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 og býðst fólki upp á þann möguleika að panta bása fyrir sig eftir því hvað hentar hverjum og einum. Boðið er upp á að leigja einn, tvo eða fleirri bása í einn eða tvo daga yfir helgina. Básarnir eru 6 fm og komast um 3 aukahlutir fyrir í básnum til dæmis borð og fataslár. Leiguverðið á básunum er misjafnt eftir því hvað fólk hyggst selja en sölubás í einn dag fyrir notaðar vörur kostar 7200 kr. og fyrir tvo daga 10900 kr. Básinn kostar hins vegar 8900 kr. fyrir fólk sem ætlar að selja nýjar vörur í einn dag og 13900 kr. fyrir tvo daga. Hægt er að panta bása á netinu.

Tollhúsið[breyta | breyta frumkóða]

Tollstjórinn í Reykjavík og hafnarstjórinn í Reykjavík mynduðu leigusamning árið 1967 til 50 ára um 4.846,3 m² lóð norðan Tryggvagötu milli Naustanna og Pósthússtrætis, til þess að reisa tollstöð. Á lóðinni var skuldbinding um það að á fyrstu hæðinni yrði að vera hafnarskemma og rekstri hennar ætti að vera hagað sem best samkvæmt hverjum tíma vöruuppskipun og tolleftirliti á hafnarsvæðinu í heild. Gert var ráð fyrir að tollstjóraembættið myndi ráða geymslurýminu við höfnina. Efri hæðir hússins skyldu svo nýttar undir þá starfsemi embættisins. Einnig var tekið fram að í húsinu skyldi koma fyrir þeim bifreiðastæðum sem skipulagsyfirvöld segðu til um. Á lóðinni hvíldu miklar kvaðir. Til þess að tryggja að þær stæðu var skylt að fá samþykki hafnarstjórnar fyrir húsinu, auk skipulags- og byggingarnefndar. Einnig varð hafnarstjóri að samþykkja allar síðari breytingar á húsinu. Hlutverk skrifstofu tollstjóra er að styrkja yfirstjórn embættisins og stuðla að umbótum, nýsköpun og faglegri framþróun í starfsemi stofnunarinnar. Verkefnin sem skrifstofan kemur að snýr að alþjóðamálum, stefnumótun og áætlanagerð, árangursstjórnun, þjónustu- og gæðastjórnun, verkefnastjórnun og verkefnavinnu. Einnig er unnið að ýmsum sérverkefnum í tengslum við tollframkvæmdina.

Núverandi tollstjóri er Snorri Olsen. Edda Símonardóttir sér um innheimtusviðið og Karen Bragadóttir sér um tollasvið. Á skrifstofu tollstjórana er Sigurður Skúli Bergsson aðstoðartollstjóri, Linda Rut Bene-diktsdóttir forstöðumaður þjónustu- og gæðamála. Sigfríður Gunnlaugsdóttir sér um alþjóðamál og Hermann Guðmundsson lögfræðingur sér um sérverkefnin.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]