Biskajaflói
Biskajaflói eða Fetlafjörður á íslensku (spænska: Golfo de Vizcaya eða Mar Cantábrico; franska: Golfe de Gascogne; baskneska: Bizkaiako Golkoa) er stór flói í Norður-Atlantshafi á því hafsvæði sem gengur út frá Frakklandi til vesturs og frá Spáni til norðurs, og tekur nafn sitt í flestum málum eftir spænska héraðinu Vizcaya.
Íslenskun á Biskajaflóa
[breyta | breyta frumkóða]Í orðabókum er Fetlafjörður hið íslenska nafn á Biskajaflóa. Og í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á „Ballad of the Bolivar“ eftir Rudyard Kipling (texti sem Bubbi söng á plötu sinni Plágunni við eigið lag) er Fetlafjörður kallaður „Fetlaflói“ í viðlaginu. [1] Fyrsta erindi er svona:
- Karlar sjö úr öllum áttum
- eiga hafnarfrí.
- Fullir inn á fyrstu knæpu
- frjálsir menn á ný.
- Við skulum drengir drekka og slást
- dreypa á stelpurnar.
- Við sem yfir Fetlaflóa
- fleyttum „Bólivar“.
Í íslenskri þýðingu á skáldsögu Frederick Marryat Víkingnum, sjóræningjasaga frá 18. öld, sem út kom árið 1946 á íslensku, er Biskjaflói nefndur: Spænski sjórinn.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]