Eldkeila

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Cono de Arita, eldkeila í Argentínu
Fujiyama eldfjall, Japan
Eldgos, Mount Redoubt, Alaska, 2009
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Eldkeila

Eldkeila er hátt, keilulaga eldfjall samansett úr storknuðu hrauni og gjósku, þessi fjöll eru brött því hraunið sem myndaði þau var seigfljótandi og harðnaði því skammt frá gígnum. Sé hraunið þunnfljótandi verður keilan flatari og kallast þá dyngja.


Lögun[breyta | breyta frumkóða]

Það er stört, keilulaga fjall með gíg á efstu tind, sem samsvarar nákvaemlega myndinni sem kemur mörgum i hug þegar er talað um elfjall.

Eldkeila er haft um hring- eða sporöskjulagað, uppmjótt eldfjall. Hún gýs oft á löngum tíma.[1]

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Mörg eldfjöll af þessu tagi eru til í heiminum og meirihlut á flekaskilum eins og Fuji eldfjall í Japan þar sem stórir platar á yfirborði jarðar rekast á og dýfa undir (plötumót).

Út af þessu, finnst mjög margar eldkeilur í kringum Kyrrahaf, í Alasku, í Andesfjöllum og í Indónesíu á Eldhringnum.

Á Íslandi hins vegar, þar sem yfirborðsplöturnar reka í sundur, eru ekki margar eldkeilur til. Þau þekktustu eru Snæfellsjökull, Öræfajökull og Eyjafjallajökull.[2] Og svo er Hekla að þróast úr eldhrygg í þann átt eins og goshegðun hennar sýnir, en hún er enn mjög ung eldfjall .[1][2]

Eldgosin[breyta | breyta frumkóða]

Aðallega, hleðst eldkeila upp úr misþykkum gjóskulögum og hraunum. Eldgosin eru ýmis sprengigos, blandgos (gjóska og hraunrennsli) eða hraungos. Algengt er að þar finnast þróaðrar bergtegundir eins og andesít og rýólít.[1]

Eldgos í eldkeilum eru stundum í toppgíg. En líka er algengt að hlíðarsprungur opnist, auk þess sem gosið getur utan mengineldstöðvanna, úti í eldstöðvakerfum þeirra.[1] Stundum storknar gasríka hraunið í gígnum og myndar tappar eða svokallaðar hraungúlar í gosrásum. Þegar tapparnir springja, æða eldský eða gusthlaup niður hlíðarnar [1]og geta orðið mörgum að bana. Sem gerðist t.d. í eldgosinu við Krakatá á Indónesíu 1883.

Eldský á Mayon eldfjallinu í Filippseyjunum

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004
  2. 2,0 2,1 Snæbjörn Guðmundsson: Vegvísir um jarðfræði Íslands. Reykjavík, Mál og Menning, 2015