Kaólín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaólín

Kaólín eða postulínsleir tilheyrir hópi leirsteinda.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Kristaleinkenni sjást ekki þar sem kristalar eru örsmáir og blaðlaga. Myndar hvítleit lög og hreiður þar sem hveravatn og gufa hafa ummyndast í feldspatríkt berg. Leirinn er þéttur í sér, þjáll og límkenndur þegar hann er rakur og auðvelt er að móta hluti úr honum.

  • Efnasamsetning: Al2Si2O5(OH)4
  • Kristalgeð: Tríklín
  • Harka: 2-2½
  • Eðlisþyngd: 2,6
  • Kleyfni: Góð

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Finnst við gufuhveri á háhitasvæðum og er hreinast við súra hveri í líparítshraunum. Hefur fundist á Íslandi við Hrafntinnusker og í Mókollsdal í Strandasýslu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.