Fara í innihald

Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svæði í Sovétríkjunum sem fóru hvað verst út úr hungursneyðinni 1933. Svæði A eru neytendur korns, svæði B eru framleiðendur korns.
Svelt fólk á götum úti.
Viðurkenning ríkja á hungursneyðinni sem þjóðarmorði:
  Opinberlega viðurkennd sem þjóðarmorð
  Opinberlega fordæmd sem útrýmingaraðgerð
  Ekki opinberlega viðurkennd sem þjóðarmorð

Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu eða Holodomór (hið upphaflega úkraínska heiti, dregið frá moryty holodom („myrt með hungri“)) var hungursneyð af mannavöldum í Sovét-Úkraínu árin 1932 og 1933 sem dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Á þessum árum geisaði hungursneyð á þeim svæðum Sovétríkjanna sem framleiddu korn. Ástæður þess voru líklega blanda margra þátta: dræmrar uppskeru vegna þurrka, aukinnar eftirspurnar vegna iðnvæðingar, vegna lélegs skipulags á samyrkjubúskap, útflutnings á korni, og vegna stjórnarstefnu ríkisins.[1][2]

Ástandið dró á milli 3,3[3] til 7,5[4] milljónir Úkraínumanna til dauða.

Viðurkenning á hungursneyðinni sem þjóðarmorði

[breyta | breyta frumkóða]

Sumir telja að hungursneyðin hafi verið skipulögð af Jósef Stalín leiðtoga Sovétríkjanna til að útrýma sjálfstæðishreyfingu Úkraínumanna. Undir miðstýringu Stalíns voru hvers kyns framleiðendum, korn-framleiðendum þar með töldum, settir kvótar á framleiðslu sína. Korn-framleiðendum voru settir háir framleiðslukvótar þrátt fyrir lélega uppskeru og leiddi það til hungusneyðar sem var leyft að versna. Ríkisstjórnin afþakkaði mataraðstoð erlendis frá og fólki var ekki leyft að flytja milli landsvæða. Vegna þessara þátta er hungusneyðin stundum nefnd þjóðarmorð, en það er umdeilt. Í dag viðurkennir ríkisstjórn Úkraínu ásamt 15 öðrum ríkjum hungursneyðina sem þjóðarmorð.[5] Með notkun orðsins Holodomór er reynt að undirstrika manngerða hluta hungursneyðarinnar.

Alþingi Íslendinga samþykkti ályktun um að hungursneyðin hefði verið þjóðarmorð þann 23. mars árið 2023.[6]

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mark B. Tauger. „Natural Disaster and Human Actions in the Soviet Famine of 1931-1933“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. ágúst 2012. Sótt 27. janúar 2013.
  2. „The Soviet Famine of 1931-33: Politically Motivated or Ecological Disaster?“. www.international.ucla.edu. Sótt 7. maí 2015.
  3. Snyder 2010, p. 53. "It seems reasonable to propose a figure of approximately 3.3 million deaths by starvation and hunger-related disease in Soviet Ukraine in 1932–1933".
  4. David R. Marples. Heroes and Villains: Creating National History in Contemporary Ukraine. p.50
  5. „International Recognition of the Holodomor“. Holodomor Education. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2015. Sótt 26. desember 2015.
  6. Brynjólfur Þór Guðmundsson (23. mars 2023). „Zelensky fagnar ályktun Alþingis“. RÚV. Sótt 3. apríl 2023.