Vínnytsja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vinnytsia.

Vínnytsja er borg í Mið-Úkraínu við fljótið Búg. Hún er höfuðborg Vínnytska-oblast. Íbúar voru rúmlega 371.000 árið 2021.

Vínnytsja var stjórnað af Litáen og Póllandi áður en rússneska keisaradæmið tók hana yfir árið 1793. Á 4. og 5. áratug 20. aldar var borgin vettvangur fjöldaaftaka, fyrst undir Stalín og síðar Nasista.

Petro Poroshenko, fyrrum forseti landsins á konfektverksmiðju í Vínnytsja.

Í borginni eru höfuðstöðvar úkraínska flughersins. Rússar gerðu árás á höfuðstöðvarnar í mars 2022 og ollu töluverðum skemmdum. Einnig gerðu þeir loftárásir í júlí á óbreytta borgara í borginni þar sem tugir létust.