Fara í innihald

Innlimun Rússlands á Krímskaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Krímskagakreppan 2014)
  Afgangur Úkraínu
  Rússland

Rússland innlimaði Krímskaga í kjölfar úkraínsku byltingarinnar 2014. Á skaganum, sem tilheyrði Úkraínu, er mikill meirihluti af rússnesku bergi brotinn. Í febrúar 2014 var ný ríkisstjórn mynduð í Úkraínu sem óskaði nánari tengsla við Evrópusambandið, en fyrri ríkisstjórn lagði áherslu á samskipti við Rússland. Ýfingar á milli Evrópusambandssinna og þeirra sem styðja Rússland brutust út. Ómerkt herlið hertók Krímskaga, en Rússar sögðu þetta vera heimavarnarlið skagans. Stuttu síðar framkvæmdu Rússar hernaðaríhlutun á skaganum.

Undir stjórn Rússa fengu íbúar skagans að kjósa um það hvort þeir vildu tilheyra Rússlandi eða Úkraínu eða stofna sjálfstætt ríki og voru úrslit kosninganna þau að mikill meirihluti valdi að tilheyra Rússlandi. Í Rússlandi telst hann eftir þessar kosningar sjálfsstjórnarsvæði sem er lýðveldi.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.