Fáni Úkraínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Úkraínu

Fáni Úkraínu er skilgreindur í 1. málsgrein 20. greinar stjórnarskrár Úkraínu sem tveir láréttir, jafnstórir borðar í bláum og gulum lit.[1] Þessir tveir litir hafa lengi verið notaðir á fánum úkraínsku þjóðarinnar. Fáninn var tekinn upp í fyrsta sinn árið 1918 þegar Úkraína varð sjálfstæð í fyrsta sinn undir nafninu Alþýðulýðveldið Úkraína. Þegar Úkraína var innlimuð í Sovétríkin fékk úkraínska sovétlýðveldið annan fána og notkun blágula fánans var bönnuð. Þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki á ný eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 var bláguli fáninn tekinn upp á ný.

Saga og merking litanna[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir eru til um að litirnir gulur og blár hafi verið notaðir á herfánum rúþenska landstjóradæmisins árið 1410 í orrustunni um Grunwald.[2] Litirnir voru aftur notaðir á skjaldarmerkjum furstadæmisins Galisíu-Volhyníu. Á byltingarárinu 1848 lét æðstaráð Rúþeníu draga bláan og gulan fána að húni í Lvív. Litirnir voru síðan notaðir af nýjum úkraínskum herdeildum í her austurrísk-ungverska keisaradæmisins. Bláguli fáninn í núverandi mynd var fyrst notaður þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki í stuttan tíma eftir rússnesku byltinguna.

Litirnir tákna úkraínska landslagið: bláu og gulu borðarnir tákna bláan himin yfir gulum hveitiökrum.

Fyrsta sjálfstæði Úkraínu[breyta | breyta frumkóða]

Sovétlýðveldið Úkraína[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Державна символіка України“. www.kmu.gov.ua (úkraínska). Vefsíða ríkisstjórnar Úkraínu. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2011. Sótt 1. mars 2022.
  2. Історія становлення й утвердження Державного прапора України