Fara í innihald

Denys Sjmyhal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Denys Sjmyhal
Денис Шмигаль
Sjmyhal árið 2020.
Forsætisráðherra Úkraínu
Núverandi
Tók við embætti
4. mars 2020
ForsetiVolodymyr Zelenskyj
ForveriOleksíj Hontsjarúk
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. október 1975 (1975-10-15) (48 ára)
Lvív, úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Úkraínu)
ÞjóðerniÚkraínskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiKateryna Sjmyhal
Börn2
HáskóliTækniháskólinn í Lviv

Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal (úkraínska: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)[1] er úkraínskur stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið forsætisráðherra Úkraínu frá árinu 2020.[2] Hann var áður sveitarstjóri í Ívano-Frankívskfylki.[3] Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í landinu og við innrás Rússa frá árinu 2022.[4]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Denys Sjmyhal útskrifaðist frá Tækniháskólanum í Lvív árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.[5] Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.[6] Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.[6] Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.[6] Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.[6]

Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í Lvívfylki frá árinu 2009 til ársins 2013.[6] Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.[1][6] Þar kynntist hann og vann með Oleh Nemtsjínov, sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.[7] Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.[6] Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.[6]

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.[6]

Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum Antony Blinken í Washington, D.C. þann 22. apríl 2022.

Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.[6][2] Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.[2]

Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri Burshtyn TES, sem er stærsta raforkufyrirtækið í Ívano-Frankívsk og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu Rínats Akhmetov.[8][9][10]

Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem sveitarstjóri Ívano-Frankívskfylkis.[3]

Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.[11] Hann tók síðan við af Oleksíj Hontsjarúk sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.[12]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.[6] Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 „Голова обласної державної адміністрації“. www.if.gov.ua (úkraínska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2019. Sótt 24. júlí 2022.
 2. 2,0 2,1 2,2 „Шмигаль Денис Анатолійович“. dovidka.com.ua (úkraínska). Sótt 24. júlí 2022.
 3. 3,0 3,1 „УКАЗ ПРЕЗИДЕНТА УКРАЇНИ №574/2019“. Heimasíða úkraínska forsetaembættisins (úkraínska). Sótt 17. janúar 2020.
 4. „Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt“. www.ukrinform.de (þýska). Sótt 5. mars 2020.
 5. „Шмигаль Денис Анатолійович“. slovoidilo.ua (úkraínska). Sótt 17. janúar 2020.
 6. 6,00 6,01 6,02 6,03 6,04 6,05 6,06 6,07 6,08 6,09 6,10 6,11 Stutt æviágrip Denys Shmyhal, LIGA
 7. „Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського“. Ukrayinska Pravda (úkraínska). Sótt 25. maí 2020.
 8. „Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука“. BBC. 3. mars 2020. Sótt 21. mars 2020.
 9. „Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration“. opinionua.com. 6. júlí 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2019. Sótt 17. janúar 2020.
 10. Боднар, Наталя (Bodnar, Natalia) (5. mars 2020). „Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо“. 24 Kanal (úkraínska). Sótt 21. mars 2020.
 11. Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development, UNIAN (4. febrúar 2020)
 12. „Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister“. Financial Times. Sótt 4. mars 2020.(áskriftar þörf)


Fyrirrennari:
Oleksíj Hontsjarúk
Forsætisráðherra Úkraínu
(4. mars 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti