Dnjepr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

46°30′N 32°18′A / 46.500°N 32.300°A / 46.500; 32.300

Dnjepr við Krementchuk í Úkraínu.

Dnjepr (Dnjepur eða Danparfljót) er fljót í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu, ein af lengstu ám Evrópu, um 2285 kílómetrar á lengd. Fljótið kemur upp vestan við Moskvu og rennur vestur og suður og tæmist í Svartahaf um 120 kílómetra austan við hafnarborgina Odessa. Áin er geysilega mikið virkjuð, í henni eru yfir 300 raforkuver og margar miklar stíflur. Áin er skipgeng að mestu í tíu mánuði á ári, en hún frýs í tvo mánuði á veturna. Hún er mikilvæg samgönguæð í austanverðri Evrópu. Við hana standa til dæmis borgirnar Kænugarður og Dnjepropetrovsk í Úkraínu.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist