Fara í innihald

Hawaii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sandvíkureyjar)
Hawaii
Hawaiʻi (hawaiíska)
  • State of Hawaii
  • Mokuʻāina o Hawaiʻi (hawaiíska)
Fáni Hawaii
Opinbert innsigli Hawaii
Viðurnefni: 
The Aloha State (opinbert), Paradise of the Pacific, The Islands of Aloha, The 808 State
Kjörorð: 
hawaiíska: Ua Mau ke Ea o ka ʻĀina i ka Pono
Hawaii merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Hawaii í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki21. ágúst 1959; fyrir 65 árum (1959-08-21) (50. fylkið)
Höfuðborg
(og stærsta borg)
Honolulu
Stærsta sýslaHonolulu
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriJosh Green (D)
 • VarafylkisstjóriSylvia Luke (D)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Brian Schatz (D)
  • Mazie Hirono (D)
Þingmenn
fulltrúadeildar
  • Ed Case (D)
  • Jill Tokuda (D)
Flatarmál
 • Samtals28.311 km2
 • Land16.638 km2
 • Vatn11.672 km2  (41,2%)
 • Sæti43. sæti
Stærð
 • Lengd2.450 km
Hæð yfir sjávarmáli
920 m
Hæsti punktur4.205,0 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals1.455.271
 • Sæti40. sæti
 • Þéttleiki82,6/km2
  • Sæti13. sæti
Heiti íbúaHawaiian
Tungumál
 • Opinbert tungumál
TímabeltiUTC−10:00
Póstnúmer
HI
ISO 3166 kóðiUS-HI
StyttingH.I.
Breiddargráða18°55'N til 28°27'N
Lengdargráða154°48'V til 178°22'V
Vefsíðahawaii.gov

Hawaii, eða Hawaiieyjar (stundum skrifað Havaí eða Havæ og sjaldnar Hawaí eða Hawaj), er eyjaklasi í Kyrrahafinu og eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Hawaii er einnig stærsta eyjan í Hawaii-eyjaklasanum og gengur oft undir nafninu „Stóra eyjan“ (The Big Island). Íbúafjöldi Hawaii er rúmlega 1,44 milljón (2022).

Á frummáli eyjaskeggja, hawaiísku, nefnist eyjan „Hawai‘i“, en úrfellingamerkið ('Okina á hawaiísku) táknar skyndilegt stopp eins og í miðri upphrópuninni „Oh-ó“ (Ritað ʔ í Alþjóðlega hljóðstafrófinu). Honolulu er stærsta borgin og höfuðborg fylkisins. Næststærsta eyjan er Maui.

Seint á 19. öld og í upphafi 20. aldar voru Hawaiieyjar kunnar undir nafninu Sandwich Islands, og nefndust þá á íslensku Sandvíkureyjar. Halldór Laxness kallar Hawaii í einu verka sinna Háeyju sem er hljóðlíking.

Jarðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Hawaiieyjar eru austasti og jafnframt yngsti hluti Hawaii-Emperor eyjaklasans. Heiti reiturinn, sem er undir Stóru eyjunni, myndaði Hawaii-Emperor eyjaklasann þar sem Kyrrahafsplatan færðist yfir hann. Slóðin sem heiti reiturinn skilur eftir sig á Kyrrahafsflekanum kallast eyjaröð. Eftir því sem eyjarnar færast fjær heita reitnum verða þær útrænu öflunum auðveldari bráð og hafið sverfur þær smátt og smátt niður. Oft byggjast upp kóralrif á þeim neðansjávarfjöllum sem eyjarnar eru.

Þær átta eyjar sem teljast til Hawaiieyja eru, talið frá vestri til austurs, Ni'ihau, Kauai'i, O'ahu, Moloka'i, Lana'i, Kahoʻolawe (óbyggð), Maui og Hawai'i.

Eldfjöll eru á eyjunum, gjarnan dyngjur, þekktust þeirra er Mauna Kea. Önnur þekkt eldfjöll eru Mauna Loa og Kīlauea.

Langás eyjaklasans liggur norðvestur-suðaustur og má af því sjá að Kyrrahafsplatan hefur verið og er að færast til norðvesturs (að því gefnu að heiti reiturinn sé ekki að hreyfast).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Historical Population Change Data (1910–2020)“. Census.gov. United States Census Bureau. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2021. Sótt 1. maí 2021.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.