Mauna Kea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mauna Kea er dyngja, staðsett á Hawaii í Bandaríkjunum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Það er eitt þeirra fimm eldfjalla sem mynda eyjuna Hawaii, er hæsta fjall eyjaklasans og er stundum talið hæsta fjall heims ef mælt er frá sjávarbotni en þá er það yfir 9000 metra. Yfir sjávarmáli er fjallið 4.205 metrar. Á tungu innfæddra þýðir Mauna Kea „hvíta fjallið“ og vísar til snjóalaga yfir vetrartímann. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi? Vísindavefur. Skoðað 21. september, 2016.