Hawaii-eyja
Útlit
(Endurbeint frá Hawaiʻi)
Hawaii-eyja er stærsta eyja Hawaiifylkis Bandaríkjanna eftir flatarmáli og þriðja stærsta eyja Pólýnesíu. Hún er 10.430 ferkílómetrar að stærð (63% af flatarmáli fylkisins), en þar búa aðeins 185.079 manns (13% af íbúum fylkisins). Hún er oft kölluð „Stóra eyjan“ (enska: The Big Island).
Eyjan er hluti af Hawaii-sýslu. Stærsta borg eyjunnar er Hilo.