Fara í innihald

Joseph Stiglitz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Joseph E. Stiglitz)
Joseph Stiglitz (2019)

Joseph Eugene Stiglitz er bandarískur ný-keynesískur hagfræðingur og prófessor við Columbia-háskólann í New York. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001 og einnig hlaut John Bates Clark verðlaunin árið 1979[1][2]. Stiglitz hefur starfað sem varaforseti og aðalhagfræðingur Alþjóðabankans auk þess að starfa sem meðlimur og formaður Hagráðsráðs í Bandaríkjunum[3]. Stiglitz er mikill gagnrýnandi laissez-faire kapítalisma, aðferðafræði hnattvæðingarinnar, og alþjóðlegum stofnunum ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum.[4]

Árið 2009 skipaði Miguel d’Escoto Brockmann, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Stiglitz sem stjórnarformann framkvæmdastjórnar Sameinuðu þjóðanna um umbætur á alþjóðagjaldeyris- og fjármálakerfinu, þar sem hann hafði umsjón með tillögugerðum og samdi skýrslu um endurbætur á alþjóðlega peninga- og fjármálakerfinu.[5] Á árunum 2011 til 2014 starfaði Stiglitz sem forseti Alþjóða efnahagssambandsins (IEA).[6] Verk hans einblína á tekjudreifingu, áhættustýringu eigna, stjórnarhætti fyrirtækja, og alþjóðaviðskiptum.

Stiglitz fæddist þann 9. febrúar árið 1943 í Indíana ríki í Bandaríkjunum. Hann er gyðingur.[7] Stiglitz byrjaði háskólanám sitt við Amherst University í Massachusetts, en lauk grunnnáminu við MIT háskólann, þar hélt hann síðan í framhaldsnám. Eftir doktorsnámið í MIT hélt hann til Englands í háskólann við Cambridge og starfaði þar við rannsóknir frá árunum 1965-1970. Í seinni tíð starfaði hann sem prófessor við hina ýmsu virta háskóla, eins og Oxford, Stanford og Yale. En frá árinu 2001 hefur hann gegnt störfum við Columbia-háskólann í New York.[8]

Akademísk störf

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2000 stofnaði Stiglitz Initiative for Policy Dialogue, oft kallað IPD, sem er hugveita fyrir alþjóðlega þróun og hefur aðsetur við Columbia-háskólann, þar sem hann hefur starfað síðan 2001 og var skipaður prófessor árið 2003.[9] Hann var stofnformaður nefndar háskólans um hnattræna hugsun. Hann er einnig formaður Brooks World Poverty Institute, sem rekið er af Háskólanum í Manchester.[10]

Embættis og nefndarstörf

[breyta | breyta frumkóða]

Gríska kreppan

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz var fenginn sem ráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar árið 2010. Á þeim tíma var Grikkland í miklum efnahagslegum erfiðleikum. Stiglitz studdi upprunalegu beiðni grísku ríkisstjórnarinnar um að veita þyrfti Grikklandi stuðning til frekari efnahagsumsvifa, þá í formi peningagreiðslna eða niðurfellingu lána. Stærstu lánadrottnar Grikklands, Evrópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins neituðu þessari beiðni. Þeir lögðu til strangra efnahagsþrenginga í ríkisfjármálum Grikklands, sem Stiglitz lýsti sem glæpsamlegri hegðun. Stiglitz varaði við því að yfirvofandi gjaldþrot Grikklands myndi hafa gífurlega slæm keðjuvirkandi áhrif um Evrópu þvert á móti umræðu lánadrottnanna, og hvort að þeir myndu víkja frá evrunni eða ekki myndi aðeins skapa ný vandamál. Tillaga Stiglitz fólst í því að fella alfarið niður lán Grikklands eða fresta greiðslum þess um 10 til 15 ár. [11]

Clinton stjórnin

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz starfaði náið með Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjana, fyrstu ár hans í embætti.[6] Clinton skipaði Stiglitz sem formann ‘Council of Economic Advisors’. Helsta framlag Stiglitz til ríkisstjórnar Clintons var aðkoma hans að hagfræðilegu hugmyndinni ‘The Third Way’. Hún fjallaði um mikilvægi, en samt sem áður takmarkað hlutverk ríkisstjórna. Að fullkomlega frjálsir markaðir eru sjaldan skilvirkir en afskipti ríkisins er ekki alltaf rétta svarið. Stiglitz kom með grunnhugmyndina á þessu með rannsóknarvinnu sinni síðustu 25 árin áður en hann tók við formennsku innan ríkisstjórn Clintons.

Árið 2012 varð Stiglitz meðlimur skosku „Council of Economics Advisors“. Þar hefur hann farið yfir þá efnahags og hagfræðilegu þætti sem vert er að hafa þarf í huga ef Skotland verður að sjálfstæðu ríki.[12] Stiglitz styður Skotland í sjálfstæðisbaráttu þeirra, hann lýsir því sem hagstæðri lausn á þeim vandamálum sem hafa komið upp í Skotlandi vegna útgöngu Bretalands úr Evrópusambandinu.[13]

Stiglitz-Sen-Fitoussi nefndin

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2008 komu Stiglitz, Amartya Sen og Jean-Paul Fitoussi saman að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar og stofnuðu nefnd utan um mælingar á efnahagslegri frammistöðu og félagslegum framförum (e. Commission on the Measurement of Economic Performance and Social Progress). Nefndin gaf út skýrslu sína þann 14. september árið 2009.[14]

Verðlaun og viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz hefur hlotið meira en 40 heiðursgráður, ásamt gráðum frá Cambridge og Harvard, og hefur hlotið verðlaun frá ýmsum ríkjum eins og Bólivíu, Suður Kóreu, Kólumbíu, Ecuador, og Frakklandi.[15]

Árið 2011 var Stiglitz nefndur einn af 100 áhrifamestu fólki heims af tímaritinu Time.[16]

Stiglitz vann friðarverðlaun Sydney's fyrir baráttu sína gegn alþjóðlegu misrétti árið 2018. [17]

Framlög hans til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz hefur verið virkur í hagfræðisamfélaginu undanfarna áratugi. Hann hefur lagt sitt af mörkum þó nokkrar kenningar og hugmyndir, einkum mest til upplýsingarhagfræðinnar sem varð að nýrri grein með hans framlagi. Þekktastur er hann fyrir verk sitt, ásamt öðrum, um markaði með ósamhverfar upplýsingar. Kenningar hans hafa skapað tól fyrir t.d. markaðsaðila og ríkisstjórnir heimsins.

Risk Aversion

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa lokið doktorsnámi við MIT árið 1967, skrifaði Stiglitz fyrsta fræðirit sitt ásamt Michael Rothschild sem birt var í Journal of Economic Theory árið 1970. Í ritinu, fjölluðu Rothschild og Stiglitz um áhættufælniskenningar Robert Solow's (e. risk aversion)[18]. Þeir sýndu fram á þrjár skilgreiningar á breytunni X sem skýrðu að breyta X væri breytilegri en breyta Y, að öllu óbreyttu (ceteris paribus). Y jafngildir X auk gagnasuðs, þar sem hver áhættufælni einstaklingur velur Y fram yfir X, þar sem Y ber meiri þunga í halanum en engin samkvæmni var með tilliti til X. Þar sem X hafði hærri tölfræðilega dreifni en Y. Í seinni ritinu rannsökuðu þeir afleiðingar áhættufælnis undir mismunandi aðstæðum, eins og til dæmis áhrif á ákvarðanir einstaklinga um sparnað eða framleiðsluákvarðanir fyrirtækja.

Henry George Theorem

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz kom með kenningar um Fjármál hins opinbera og almannavalsfræði - Public Finance, meðal annars um fjármögnun framboðs á staðbundnum almannagæðum. Kenningar hans sýndu fram á að fjármögnunin gæti átt sér stað með inngripi stjórnvalda á auðlindarentu eins og á landbúnaði þar sem auðurinn skapast vegna velferðarábata almannagæðanna. Með inngripi væri þá átt við að stjórnvöld afli skatttekna af sköpuðum auði frá almenningi, til að standast kostnað við framboð gæðanna. Stiglitz skýrði framlagið "Henry George theorem"[19] til heiðurs klassíska hagfræðingsins Henry George sem þekktur er fyrir kenningu sína um landvirðisskatt - “land value tax”. Stiglitz rökstuddi að samkeppni almannagæða færi fram landfræðilega. Þar sem aukin samkeppni fyrir aðgang velferðarbætandi gæða auki virði landsins um að minnsta kosti jafn mikið og kostnaðurinn við framboð gæðanna. Stiglitz sýndi líka að einingaskattur á rentu væri nauðsynlegur til að geta boðið fram á hagkvæmasta framboð af fjárfestingum til almannagæða. Einnig sýndi hann að kenningin gæti fundið jaðarstærð borgar eða fyrirtækis[20].

Ósamhverfar upplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz er einnig þekktur fyrir verk sitt um ósamhverfar upplýsingar. Stiglitz hefur sérstakan áhuga á hugmyndinni skimun (e. screening), þar sem annar aðilinn leitast við að fá upplýsingar um hinn, til dæmis gerir vinnuveitandi bakgrunnsskoðun á umsækjendum til að tryggja að engin falin einkenni eru til staðar. Stiglitz fullyrðir að þegar aðilar hafa ekki sömu upplýsingar nær markaðurinn ekki skilvirkri niðurstöðu. Hagfræðin gengur oft út frá þeirri forsendu að aðilar hafi aðgang að sömu upplýsingum en hægt er að breyta þeim til að sýna áhrif ósamhverfra upplýsinga. Stiglitz hefur lagt mikla áherslu á vátryggingamarkaði, þar sem tryggingafélög hafa ekki fullnægjandi upplýsingar um áhættu viðskiptavina sinna. Það er hér sem skimunin kemur inn, þar sem tryggingafélög geta hvatt viðskiptavini sína til þess að veita aðgang að fleiri upplýsingum gegn lægra iðgjaldi. Með því að aðgreina áhættuflokkana hagnast bæði tryggingafélögin með hagkvæmari verðlagningu og þau sem bera minni áhættu með því að greiða lægra iðgjald frekar en að niðurgreiða áhættusamari einstaklinga.

Stiglitz heldur því fram að hagfræðileg líkön geti verið villandi ef þau hunsa ósamhverfa upplýsinga. Það var þetta verk sem færði honum ásamt hagfræðingunum George A. Akerlof og A. Michael Spence Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001.

Einkasölusamkeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz ásamt Avinash Dixit, bjó til líkan um einkasölusamkeppni sem er staðkvæmd fyrir hefðbundnum líkönum fullkominnar samkeppninnar. Líkanið kallast Dixit-Stiglitz model[21]. Þeir sýndu fram á að í aðstæðum þar sem margfeldishagkvæmni (e. increasing returns to scale)[22] á sér stað, er innkoma fyrirtækja inn á markað of lítil fyrir samfélagið. Líkanið varð seinna meir dýpkað og sýndi fram á að ef neytendur eru opnir fyrir fjölbreytileika gæti innkoma nýrra fyrirtækja á markaðinn orðin of mikil. Líkanið hafði mikil áhrif á alþjóðahagfræði[23], meðal annars í fræði verslunar milli landa (e. trade theory) og skipulagningu iðnaðar í löndum, sem var mikið nota af alþjóðahagfræðingi Paul Krugman í greiningunni hans um óhlutfallslega yfirburði.

Shapiro-Stiglitz efficiency wage model

[breyta | breyta frumkóða]
Shapiro–Stiglitz líkan um hagkvæm laun.

Stiglitz rannsakaði hagkvæmustu laun (e. efficiency wages) og tók þátt í líkani sem varð seinna meir að Shapiro-Stiglitz líkaninu. Líkanið útskýrir af hverju atvinnuleysi sé til staðar þrátt fyrir að atvinnumarkaðurinn sé í jafnvægi, af hverju laun eru ekki prúttuð nægilega niður af atvinnuleytendum (að því gefnu að engin lágmarkslaun séu til), sem leiðir til þess að allir sem vilja vinnu, finna vinnu.[24] Auk þess greindu þeir hvort neoklassískar kennidæmið gæti útskýrt ósjálfrátt atvinnuleysi. Shapiro og Stiglitz gáfu mögulegt svar við þessar spurningar árið 1984, þar sem þeir héldu því fram að atvinnuleysi sé drifið af kerfisbundnu atvinnuleysi.[25] Tvö viðhorf styðja málið, eitt var að vinnuafl getur ákveðið framlag og ákefð aftur á móti er fjármagn fast, annars vegar að það er kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að liggja puttan á púlsinn til að mæla hversu mikið framlag hver og einn starfsmaður er að gefa af sér.

Hagfræðileg sjónarmið

[breyta | breyta frumkóða]
Joseph Stiglitz.

Skoðanir um skattamál

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz er hlynntur því að efnameiri fólk leggji meira til samfélagsins í formi auðlegðarskatts, til þess að minnka ójöfnuð. Stiglitz talaði um að skattar á vellauðugt fólk ættu að vera 70%. Hann heldur því fram að auðlegðarskattur á fjölskylduauð sem hefur myndast i gegnum margar kynslóðir sé áhrifameiri þegar kemur að jafnrétti í skattkerfinu, þó að aukin skattlagning á launahæsta fólkið á vinnumarkaði myndi hafa áhrif á jafnrétti en samt ekki jafn mikil samkvæmt Stiglitz. Megnið af auðnum í dag erfiðst á milli kynslóða, Stiglitz lýsti því að flestir milljarðamæringar í dag unnu „sæðis happdrættið” með því að hafa milljarðamæringa sem foreldra, þannig væri réttast að auka skattlagningu þeirra í stað launahæsta fólkið. Stiglitz studdi hugmyndir Elizabeth Warren’s um auðlegðarskatt í Bandaríkjunum, 2% skatt á eignir fólks yfir 50 milljónir bandaríkjadala og 3% skatt á eignir yfir einum milljarð bandaríkjadala.[26]

Stiglitz lýsti áhyggjum sínum yfir skattstefnu hin vestræna heims í skýrslu EU Tax Observatory fyrir árið 2024:[27]

Ef almenningur trúir því ekki að allir greiði sanngjarnt skattahlutfall, sérstaklega meðal ríkustu einstaklinga og fyrirtækja, þá mun almenningur byrja að hafna skattlagningu. Hvers vegna ætti almenningur að láta pening af hendi þegar auðmenn gera það ekki? Skattamisræmi grefur undan lýðræði, stuðlar að ójöfnuði, veikir traust á stofnunum og rýfur samfélagssáttmálann“. [27]

Græna hagkerfið

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz er mikill talsmaður þess að koma á fót grænu hagkerfi. Hann studdi „The Green New Deal”, þar sem hann heldur fram að samningurinn muni auka heildareftirspurn í hagkerfinu og byrja nýja efnahagsuppsveiflu.[28] Stiglitz lýsti loftslagskreppunni sem þriðju heimsstyrjöldinni.[29]

Reglugerðir

[breyta | breyta frumkóða]

Stiglitz var ósammála mörgum um það að treysta eingöngu á að fyrirtæki og stofnanir stundi viðskipti fyrir eigin hagsmuni til þess að ná fram velferð í samfélaginu. Heldur er það nauðsynlegt samkvæmt Stiglitz að hafa skýrar leikreglur, lög og siðferði þegar kemur að viðskiptum, til þess að fyrirtæki fari eftir leikreglum.[30]

Matsfyrirtæki

[breyta | breyta frumkóða]

Matsfyrirtækin áttu stóran hlut í efnahagskrísunni árið 2008 samkvæmt Stiglitz. Hann segir þau hafa ofmetið mörg verðbréf sem gerði bönkum kleift að gera allt það sem þau gerði sem leiddi til hrunsins. [31]

Stiglitz er höfundur fjölda bóka. Þær nýjustu eru:

  • Stiglitz, Joseph E. (2019). People, Power, and Profits: Progressive Capitalism for an Age of Discontent. (2019)
  • Stiglitz, Joseph E. (2016). The Euro: How a Common Currency Threatens the Future of Europe (2016)
  • Stiglitz, Joseph E. (2015). The Great Divide: Unequal Societies and What We Can Do About Them (2015)
  • Stiglitz, Joseph E. (2015). Rewriting the Rules of the American Economy: An Agenda for Growth and Shared Prosperity (2015)
  • Stiglitz, Joseph E. (2014). Creating a Learning Society: A New Approach to Growth Development and Social Progress (2014)

Hægt er að skoða lista yfir öll hans rit á vefsíðu Columbia háskólans.[32]

Samkvæmt IDEAS er Stiglitz sá áttundi á listanum yfir þá hagfræðinga sem oftast er vitnað í.[33]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Joseph E. Stiglitz. Biographical. The Nobel Prize. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2023.
  2. Joseph Stiglitz, Clark Medalist 1979. American Economic Association. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2023.
  3. The World Bank (e.d.). Former Chief Economists. wayback.archive-it.org (enska). Sótt 1. nóvember 2023.
  4. Orszag, P. R. (2015, 3. mars). To fight inequality, tax land. Bloomberg. Sótt 1. nóvember 2023.
  5. University of Oxford. (e.d.). Dean’s Forum with professor Joseph Stiglitz. Blavatnik School of Government. Sótt 1. nóvember 2023.
  6. 6,0 6,1 Joseph Stiglitz Geymt 23 september 2023 í Wayback Machine. AAPSS. (2016, 9. ágúst). Sótt 1. nóvember 2023.
  7. Stiglitz, J. E. (2017, 18. júní). Twitter innlegg. Twitter. Sótt 1. nóvember 2023.
  8. Joseph E. Stiglitz. Columbia Business School. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2023.
  9. Joseph Stiglitz. Initiative for Policy Dialogue. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2023.
  10. Brooks World Poverty Institute Geymt 1 nóvember 2023 í Wayback Machine. Academic Accerlerator. (e.d.). Sótt 1. nóvember 2023.
  11. Sushter, S. (2015, 29. júní). „Joseph Stiglitz to Greece's Creditors: Abandon Austerity Or Face Global Fallout“. Time. Sótt 2. nóvember 2023.
  12. Scottish Executive, St Andrew's House (25. mars 2012). „Fiscal Commission Working Group“. wayback.archive-it.org (enska). Afritað af uppruna á 1. febrúar 2013. Sótt 2. nóvember 2023.
  13. Learmonth, A. (2017, October 23). Nobel prize-winning economist backs independence as scotland’s escape route from brexit disaster. The National. Sótt 2. nóvember 2023.
  14. Commission on the Measurement of Economic Performance and Social Progress. web.archive.org. (2015, 20. júlí). Sótt 6. nóvember 2023.
  15. Britannica, T. Editors of Encyclopaedia (2023, 13. október). Joseph E. Stiglitz. Encyclopedia Britannica. Sótt 2. nóvember 2023.
  16. Brown, G. (2011, April 21). Joseph stiglitz. Time.
  17. Pitt, H (2018, 20. apríl). American economist Joseph Stiglitz wins 2018 Sydney Peace Prize. The Sydney Morning Herald. Sótt 4. nóvember 2023.
  18. Rothschild, M; Stigltiz, J (1970, 1. september). Increasing risk: I. A definition. Journal of Economic Theory. 2 (3): 225-243. Sótt 1. nóvember 2023.
  19. Wikipedia þátttakendur. (2023, 27. september). Henry George theorem.Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 12:59, 1 nóvember, 2023.
  20. Arnott, R. (2004). Does the Henry George Theorem Provide a Practical Guide to Optimal City Size? The American Journal of Economics and Sociology, 63(5), 1057–1090.
  21. Stiglitz, J (2017, desember). Monopolistic competition, the Dixit–Stiglitz model, and economic analysis. Research in Economics. 71(4), 798-802, ISSN 1090-9443. Sótt 1. nóvember 2023.
  22. Wikipedia þátttakendur. (2023, 10. október). Returns to scale. Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 13:16, 1. nóvember, 2023.
  23. Wikipedia Þátttakendur. (2023, 17. október). International economics. Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 13:17, 1. nóvember, 2023.
  24. Wikipedia þátttakendur. (2022, 6. nóvember). Shapiro–Stiglitz theory. Wikipedia, The Free Encyclopedia. sótt 13:18, 1. nóvember, 2023.
  25. Shapiro, C., & Stiglitz, J. E. (1984). Equilibrium Unemployment as a Worker Discipline Device. The American Economic Review, 74(3), 433–444.
  26. Neate, R. (2023, 22. janúar). Joseph stiglitz: tax high earners at 70% to tackle widening inequality. The Guardian.
  27. 27,0 27,1 Alstadsæter, A., Godar, S., Nicolaides, P., & Zucman, G. (e.d.). (rep.). Global Tax Evasion Report 2024. EU Tax Observatory.
  28. Herald, K. (2021, 31. ágúst). [Joseph e. stiglitz] getting finance onside for climate. The Korea Herald.
  29. Stiglitz, J. (2019, 4. júní). The climate crisis is our third world war. it needs a bold response - joseph stiglitz. The Guardian.
  30. Wikipedia þátttakendur. (2023, 23. október). Joseph Stiglitz. Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 13:36, 1. nóvember, 2023.
  31. Neate, R (2011, 22. ágúst). Rating agencies suffer 'conflict of interesr', says former Moody's boss. The Guardian. Sótt 3. nóvember 2023.
  32. Books by Joseph E. Stiglitz. Columbia Business School. (e.d.).
  33. Top 5% authors, number of citations, as of September 2023. IDEAS.repec.org. (e.d.).