Skjaldarmerki Máritíus
Útlit
Skjaldarmerki Máritíus er skjöldur, sem skipt er í fjóra reiti. Í efra vinstra horninu er gult skip á bláum grunni sem vísar í fyrstu landnemana. Uppi til hægri eru þrjú pálmatré á gulum grunni sem vísar til gróðursældar landsins. Niðri til vinstri er rauður lykill á gulum grunni og hægra megin niðri er hvít stjarna á bláum grunni sem skín yfir hvítum fjallstindi og vísa lykillin og stjarnan til kjörorða landsins.
Dúdúfugl og hjörtur halda skildinum uppi.