Fara í innihald

Inga Sæland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inga Sæland (IngS)
Formaður Flokks fólksins
Núverandi
Tók við embætti
2016
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2017  Reykjavík s.  Flokkur fólksins
Persónulegar upplýsingar
Fædd3. ágúst 1959 (1959-08-03) (65 ára)
Ólafsfjörður
StjórnmálaflokkurFlokkur fólksins
MenntunBA í lögfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Inga Sæland (f. 3. ágúst 1959) er íslenskur stjórnmálamaður sem er fyrsti og núverandi formaður Flokks fólksins.[1] Hún situr á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að hafa náð kjöri í Alþingiskosningunum 2017. Inga hlaut BA-gráðu í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2016 og nam þar áður stjórnmálafræði í skólanum frá 2003–2006.[2]

Inga hafði áður orðið þjóðkunn sem keppandi í íslenskri útgáfu hæfileikaþáttanna X factor á árunum 2006-2007.[3] Sem stjórnmálamaður hefur Inga lýst sjálfri sér sem popúlista og líkt sjálfri sér við frönsku stjórnmálakonuna Marine Le Pen.[4] Sem þingmaður hefur Inga gjarnan verið málsvari öryrkja og hinna fátæku á Íslandi.

Inga á fjögur börn og fimm barnabörn.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Um Flokk fólksins Geymt 7 nóvember 2017 í Wayback Machine, sótt 31. desember 2017.
  2. Inga Sæland, Æviágrip þingmanna frá 1845, Alþingi, sótt 31. desember 2017.
  3. „Inga Sæland kvaddi X Factor“. Vísir. 16. mars 2007. Sótt 28. nóvember 2018.
  4. „Inga Sæland: „Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa". Kjarninn. 2. ágúst 2017. Sótt 28. nóvember 2018.
  5. „Inga Sæland“. RÚV. 18. október 2016. Sótt 28. nóvember 2018.