Marine Le Pen
Marine Le Pen | |
---|---|
![]() Marine Le Pen árið 2025. | |
Fædd | 5. ágúst 1968 |
Menntun | Université Paris-Panthéon-Assas (LLM, DEA) |
Flokkur | Þjóðfylkingin |
Maki |
|
Börn | 3 |
Foreldrar | Jean-Marie Le Pen (faðir) |
Undirskrift | |
![]() |
Marine Le Pen (f. 5. ágúst 1968) er frönsk stjórnmálakona og þingflokksleiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Hún er yngsta dóttir Jean-Marie Le Pen.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Marine Le Pen er lögfræðingur og tók við af föður sínum sem forseti Þjóðfylkingarinnar þann 16. janúar 2011. Hún var þingmaður á Evrópuþinginu frá árinu 2004 til ársins 2017.[1]
Eftir að hún tók við stjórn Þjóðfylkingarinnar hófst Marine Le Pen handa við að reyna að mýkja ímynd flokksins í augum fransks almennings og gefa honum breiðari skírskotun.[2] Árið 2015 lét Marine Le Pen reka föður sinn úr flokknum vegna umdeildra ummæla hans sem gengu út á að helförin hefði aðeins verið aukaatriði í seinni heimsstyrjöldinni.[3] Í stjórnartíð Marine Le Pen hefur Þjóðfylkingin hætt að tala fyrir útgöngu Frakklands úr Evrópusambandinu og talar þess í stað fyrir því að Frakkland beiti sér fyrir endurskipulagningu á ESB innan frá.[4] Marine Le Pen lét jafnframt árið 2018 breyta nafni flokksins úr Front national í Rassemblement national til þess að bæta ímynd hans.[5]
Le Pen hefur þrisvar sinnum boðið sig fram til forseta Frakklands fyrir Þjóðfylkinguna. Í forsetakosningum Frakklands árið 2012 lenti hún í þriðja sæti í fyrstu umferð og fékk 17,9% greiddra atkvæða. Árið 2017 komst hún í aðra umferð en tapaði fyrir fyrir Emmanuel Macron með því að fá 33,9% atkvæða. Hún bauð sig fram í þriðja sinn sem frambjóðandi í forsetakosningunum 2022. Í fyrstu umferð kosninganna varð hún í öðru sæti og komst í aðra umferð í annað sinn. Hún varð aftur fyrir barðinu á Emmanuel Macron en hlaut 41,5% atkvæða, sem er besti árangur hennar í forsetakosningum.[6] Sama ár fékk Þjóðfylkingin 89 þingsæti, sem var met hjá flokknum.[7]
Árið 2022 tók Jordan Bardella af Le Pen sem forseti Þjóðfylkingarinnar árið 2022, þar sem hún vildi einbeita sér að næsta forsetaframboði sínu. Þau Bardella deila forystu flokksins.[8]
Þann 31. mars 2025 dæmdi franskur dómstóll Le Pen seka fyrir fjárdrátt úr sjóðum Evrópuþingsins og bannaði henni að bjóða sig til opinberra embætta í fimm ár. Le Pen hlaut jafnframt fjögurra ára fangelsisdóm en þarf ekki að fara í fangelsi þar sem tvö ár af dómnum verða skilorðsbundin og hin tvö verða afplánuð utan fangelsis með rafrænu ökklabandi.[9] Le Pen var gefið að sök að hafa notað fé frá Evrópusambandinu, sem átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu, til að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016.[10]
Stjórnmálaskoðanir
[breyta | breyta frumkóða]Eins og faðir hennar hefur hún gert gagnrýni á innflytjendamál að aðalþema herferðar sinnar. Marine le Pen tekur einnig afstöðu gegn Evrópusambandinu og ver vinsælar stéttir samfélagsins. Marine Le Pen tekur afstöðu gegn lögboðinni innleiðingu bólusetningar passa gegn Covid-19.
Hún hefur setið á landsþingi síðan 2017. Marine le Pen er raðað hægra megin við franska stjórnmálasviðið.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Eiríkur Bergmann (2021). Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld. Reykjavík: JPV útgáfa. ISBN 978-9935-29-078-6.
Sjálfsævisaga
[breyta | breyta frumkóða]- À contre-flots, éd. Jacques Grancher, coll. "Grancher Depot", Paris, 2006, 322 p., broché, 15 x 22 cm
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Opinber ævisaga Marine Le Pen Geymt 27 nóvember 2011 í Wayback Machine, Rassemblement national
- ↑ Eiríkur Bergmann 2021, bls. 295.
- ↑ Pálmi Jónasson (16. mars 2017). „Sprengjutilræði, móðurmissir og föðurmorð“. RÚV. Sótt 1. júlí 2024.
- ↑ Eiríkur Bergmann 2021, bls. 296.
- ↑ „Le Pen vill nýtt nafn á flokkinn“. mbl.is. 11. mars 2018. Sótt 1. júlí 2024.
- ↑ Ólöf Ragnarsdóttir (24. apríl 2022). „Emmanuel Macron hafði betur gegn Marine Le Pen“. RÚV. Sótt 24. apríl 2022.
- ↑ Ragnar Jón Hrólfsson (22. júní 2022). „Sögulegt afhroð Frakklandsforseta“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Jón Þór Stefánsson (16. júní 2024). „Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið forsætisráðherra Frakka?“. Vísir. Sótt 1. júlí 2024.
- ↑ „Le Pen dæmd: Meinað að bjóða sig fram í fimm ár“. mbl.is. 31. mars 2025. Sótt 31. mars 2025.
- ↑ Kjartan Kjartansson (31. mars 2025). „Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta“. Vísir. Sótt 31. mars 2025.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
