Fara í innihald

Marine Le Pen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marine Le Pen
Marine Le Pen árið 2025.
Fædd5. ágúst 1968 (1968-08-05) (56 ára)
MenntunUniversité Paris-Panthéon-Assas (LLM, DEA)
FlokkurÞjóðfylkingin
Maki
  • Franck Chauffroy (g. 1995; sk. 2000)
  • Eric Lorio (g. 2002; sk. 2006)
Börn3
ForeldrarJean-Marie Le Pen (faðir)
Undirskrift

Marine Le Pen (f. 5. ágúst 1968) er frönsk stjórnmálakona og þingflokksleiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Hún er yngsta dóttir Jean-Marie Le Pen.

Marine Le Pen er lögfræðingur og tók við af föður sínum sem forseti Þjóðfylkingarinnar þann 16. janúar 2011. Hún var þingmaður á Evrópuþinginu frá árinu 2004 til ársins 2017.[1]

Eftir að hún tók við stjórn Þjóðfylkingarinnar hófst Marine Le Pen handa við að reyna að mýkja ímynd flokksins í augum fransks almennings og gefa honum breiðari skírskotun.[2] Árið 2015 lét Marine Le Pen reka föður sinn úr flokknum vegna umdeildra ummæla hans sem gengu út á að helförin hefði aðeins verið aukaatriði í seinni heimsstyrjöldinni.[3] Í stjórnartíð Marine Le Pen hefur Þjóðfylkingin hætt að tala fyrir útgöngu Frakklands úr Evrópusambandinu og talar þess í stað fyrir því að Frakkland beiti sér fyrir endurskipulagningu á ESB innan frá.[4] Marine Le Pen lét jafnframt árið 2018 breyta nafni flokksins úr Front national í Rassemblement national til þess að bæta ímynd hans.[5]

Le Pen hefur þrisvar sinnum boðið sig fram til forseta Frakklands fyrir Þjóðfylkinguna. Í forsetakosningum Frakklands árið 2012 lenti hún í þriðja sæti í fyrstu umferð og fékk 17,9% greiddra atkvæða. Árið 2017 komst hún í aðra umferð en tapaði fyrir fyrir Emmanuel Macron með því að fá 33,9% atkvæða. Hún bauð sig fram í þriðja sinn sem frambjóðandi í forsetakosningunum 2022. Í fyrstu umferð kosninganna varð hún í öðru sæti og komst í aðra umferð í annað sinn. Hún varð aftur fyrir barðinu á Emmanuel Macron en hlaut 41,5% atkvæða, sem er besti árangur hennar í forsetakosningum.[6] Sama ár fékk Þjóðfylkingin 89 þingsæti, sem var met hjá flokknum.[7]

Árið 2022 tók Jordan Bardella af Le Pen sem forseti Þjóðfylkingarinnar árið 2022, þar sem hún vildi einbeita sér að næsta forsetaframboði sínu. Þau Bardella deila forystu flokksins.[8]

Þann 31. mars 2025 dæmdi franskur dómstóll Le Pen seka fyrir fjárdrátt úr sjóðum Evrópuþingsins og bannaði henni að bjóða sig til opinberra embætta í fimm ár. Le Pen hlaut jafnframt fjögurra ára fangelsisdóm en þarf ekki að fara í fangelsi þar sem tvö ár af dómnum verða skilorðsbundin og hin tvö verða afplánuð utan fangelsis með rafrænu ökklabandi.[9] Le Pen var gefið að sök að hafa notað fé frá Evrópusambandinu, sem átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu, til að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016.[10]

Stjórnmálaskoðanir

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og faðir hennar hefur hún gert gagnrýni á innflytjendamál að aðalþema herferðar sinnar. Marine le Pen tekur einnig afstöðu gegn Evrópusambandinu og ver vinsælar stéttir samfélagsins. Marine Le Pen tekur afstöðu gegn lögboðinni innleiðingu bólusetningar passa gegn Covid-19.

Hún hefur setið á landsþingi síðan 2017. Marine le Pen er raðað hægra megin við franska stjórnmálasviðið.

  • Eiríkur Bergmann (2021). Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld. Reykjavík: JPV útgáfa. ISBN 978-9935-29-078-6.

Sjálfsævisaga

[breyta | breyta frumkóða]
  • À contre-flots, éd. Jacques Grancher, coll. "Grancher Depot", Paris, 2006, 322 p., broché, 15 x 22 cm

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Opinber ævisaga Marine Le Pen Geymt 27 nóvember 2011 í Wayback Machine, Rassemblement national
  2. Eiríkur Bergmann 2021, bls. 295.
  3. Pálmi Jónasson (16. mars 2017). „Sprengjutilræði, móðurmissir og föðurmorð“. RÚV. Sótt 1. júlí 2024.
  4. Eiríkur Bergmann 2021, bls. 296.
  5. „Le Pen vill nýtt nafn á flokkinn“. mbl.is. 11. mars 2018. Sótt 1. júlí 2024.
  6. Ólöf Ragnarsdóttir (24. apríl 2022). „Emmanuel Macron hafði betur gegn Marine Le Pen“. RÚV. Sótt 24. apríl 2022.
  7. Ragnar Jón Hrólfsson (22. júní 2022). „Sögu­legt af­hroð Frakk­lands­for­seta“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 25. júní 2022.
  8. Jón Þór Stefánsson (16. júní 2024). „Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið for­sætis­ráð­herra Frakka?“. Vísir. Sótt 1. júlí 2024.
  9. „Le Pen dæmd: Meinað að bjóða sig fram í fimm ár“. mbl.is. 31. mars 2025. Sótt 31. mars 2025.
  10. Kjartan Kjartansson (31. mars 2025). „Le Pen sakfelld fyrir fjár­svik og bannað að bjóða sig fram til for­seta“. Vísir. Sótt 31. mars 2025.
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.