Fara í innihald

Skólahljómsveit Grafarvogs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skólahljómsveit Grafarvogs hóf starfsemi 1992 sem sérverkefni á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur, en var formlega stofnuð 21. mars 1993.

Hún hefur frá upphafi haft aðsetur í Foldaskóla og er ætlað að sinna nemendum í Grafarvogi. Stofnandi og stjórnandi frá upphafi var Jón E. Hjaltason. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Einar Jónsson [1] (byrjaði 1. ágúst 2007).

Skólahljómsveit Grafarvogs stóð fyrir landsmóti Samband íslenskra skólalúðrasveita í Grafarvogi árið 1997 og aftur 2004. Hljómsveitin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menningarlífi Grafarvogs og var fulltrúi Reykjavíkurborgar á tónlistarhátíð evrópskra ungmenna árið 1996. Þá hefur hún leikið í Portúgal, Noregi, Lúxemborg og Ungverjalandi. Sveitin skiptist í þrjár sveitir og er skipuð liðlega eitt hundrað nemendum.

  1. [1]


Lúðrasveitir í SÍSL
Skólahljómsveit Akraness | Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri | Skólahljómsveit Austurbæjar | Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts | Skólalúðrasveit Blönduóss | Skólahljómsveit Bolungarvíkur | Lúðrasveit Borgarness | Tónlistarskóli Dalasýslu | Lúðrasveit Eski- og Reyðafjarðar | Skólalúðrasveit Tónskóla Fáskrúðsfjarðar | Tónskóli Fljótsdalshéraðs | Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar | Skólahljómsveit Grafarvogs | Lúðrasveit Grundarfjarðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar | Lúðrasveit Hafralækjarskóla | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu | Lúðrasveit Tónlistarskóla Húsavíkur | Lúðrasveit Hveragerðis | Blásarasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar | Skólahljómsveit Kópavogs | Skólahljómsveit Mosfellsbæjar | Skólahljómsveit Mýrdalshrepps | Lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga | Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Sandgerðis | Lúðrasveit Tónlistarskólans á Sauðárkróki | Skólalúðrasveit Selfoss | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness | Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar | Blásarasveit Tónskóla Sigursveins og Tónmenntaskóla Reykjavíkur | Lúðrasveit Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu | Lúðrasveit Snæfellsbæjar | Lúðrasveit Stykkishólms | Skólalúðrasveit Vestmannaeyja | Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar | Skólahljómsveit Grunnskólans í Þorlákshöfn