Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, áður Íþrótta- og tómstundaráð, enn áður Æskulýðsráð, er starfssvið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem skipuleggur tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Starfsemin er umfangsmikil og nær yfir rekstur allra frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík, auk Hins hússins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Að auki rekur Íþrótta- og tómstundaráð fjórar íþróttamiðstöðvar og sjö sundlaugar og ylströndina í Nauthólsvík.
Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og sá í fyrstu um rekstur tómstundaheimilis við Lindargötu. 1964 flutti starfsemin í Fríkirkjuveg 11 sem áður hafði verið í eigu Góðtemplarareglunnar.
ÍTR sér líka um Skrekk sem er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur.