1911
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 1911)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1911 (MCMXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 20. febrúar - Fiskifélag Íslands, verslunarfélag með sjávarafurðir, var stofnað.
- 11. maí - Knattspyrnufélagið Valur var stofnað.
- 17. júní - Háskóli Íslands stofnaður.
- Iðnsýningin 1911 fór fram sama dag í Miðbæjarskólanum.
- 18. september - Lestrarfélag kvenna var stofnað í Reykjavík af konum úr Kvenréttindafélagi Íslands.
- 4. október - kennsla hefst í Háskóla Íslands.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
Ódagsett
- Tímaritið Fjallkonan hætti útgáfu.
- Selvíkurnefsviti við Siglufjörð var fyrst reistur sem stólpaviti.
- Sambandsflokkurinn var stofnaður eftir Alþingiskosningar af Hannesi Hafstein og meðlimum Heimastjórnarflokksins.
- Íþróttavöllurinn á Melunum var fyrst notaður í knattspyrnukeppnum.
Fædd
- 15. janúar - Ólafur Kalstað Þorvarðsson, knattspyrnumaður, fyrsti forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
- 17. janúar - Jón Magnússon, verslunarmaður í Hafnarfirði, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
- 18. febrúar - Auður Auðuns, fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur (d. 1999).
- 19. apríl - Barbara Árnason, íslenskur listamaður af enskum uppruna.
- 24. apríl - Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld (d. 1990).
- 30. júní - Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands frá árinu 1959-1981.
- 14. ágúst - Helgi Hálfdanarson, apótekari og þýðandi, m.a. heildarverka Shakespeares (d. 2009).
- 21. október - Hulda Dóra Jakobsdóttir, fyrsta konan á Íslandi sem varð bæjarstjóri (í Kópavogi).
- 26. október - Einar Kristjánsson, rithöfundur og bóndi.
- 13. júlí - Halldór Halldórsson, málfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
- 23. júlí - Carl Billich - íslenskur hljómsveitarstjóri af austurrískum ættum.
- 23. ágúst - Þráinn Sigurðsson, klæðskeri, knattspyrnuþjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
- 2. september - Lúðvík Kristjánsson, fræðimaður og rithöfundur.
- 30. október - Sigurður Samúelsson, hjartalæknir og stofnandi Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna.
- 16. nóvember - Oddgeir Kristjánsson, tónlistarmaður og lagahöfundur.
- 9. desember - Þorvaldur Guðmundsson, athafnamaður kenndur við fyrirtæki sitt Síld og fisk.
- 19. desember - Jón Karel Kristbjörnsson, knattspyrnumaður.
- 27. desember - Sigvaldi Thordarson, arkitekt.
Dáin
- 10. janúar - Oddur V. Gíslason, íslenskur guðfræðingur, sjómaður og baráttumaður fyrir öryggi sjómanna.
- 10. júní - Guðjón Baldvinsson, íslenskur sósíalisti
- 7. september - Hans J. G. Schierbeck, danskur læknir sem starfaði í um áratug sem landlæknir á Íslandi. Áhugamaður um garðyrkju og trjárækt.
- 20. október - Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali.
- 20. október - Þorsteinn Sveinbjörnsson Egilson, kaupmaður og sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði. Sonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors, skálds og þýðanda.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Norður-svæðið fær sjálfstæði frá Suður-Ástralíu.
- 25. maí - Mexíkóska byltingin: Porfirio Díaz, forseti Mexíkó, sagði af sér.
- 24. júlí - Inkaborgin Machu Picchu fannst á ný.
- 21. ágúst - Málverkinu Móna Lísa var stolið úr Louvre-safninu.
- 1. desember - Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn opnaði.
- 29. september - Ítalía lýsti stríð á hendur Ottómanveldinu.
- 1. nóvember - Ítalía gerði fyrstu loftárásina úr flugvél á Líbíu sem var hluti af Ottómanveldinu. Nokkrum dögum síðar innlima Ítalir borgina Trípólí.
- 1. desember - Ytri-Mongólía, forveri Mongólíu verður sjálfstæð frá Kínaveldi.
- 14. desember – Roald Amundsen komst á Suðurpólinn.
Ódagsett
- Ernest Rutherford einangraði kjarna atóms.
- IBM-tæknifyrirtækið var stofnað.
Fædd
- 17. janúar - George J. Stigler, hagfræðingur (d. 1991).
- 6. febrúar - Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti (d. 2004).
- 16. mars - Josef Mengele, þýskur læknir nasista sem gerði tilraunir á fólki.
- 20. mars - Alfonso García Robles, mexíkóskur ríkiserindreki og stjórnmálamaður sem vann til friðarverðlauna Nóbels árið 1982.
- 28. mars - John L. Austin, breskur heimspekingur.
- 15. maí - Max Frisch, svissneskur rithöfundur.
- 27. maí - Vincent Price, bandarískur leikari.
- 27. maí - Hubert Humphrey, bandarískur öldungardeildarþingmaður og varaforseti Bandaríkjanna.
- 31. maí - Maurice Allais, franskur hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi.
- 9. júní - Leopold Kielholz, svissneskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1980).
- 11. júní - Norman Malcolm, bandarískur heimspekingur.
- 30. júní - Czesław Miłosz, pólskt skáld, rithöfundur og þýðandi.
- 5. júlí - Georges Pompidou, forseti Frakklands frá 1969.
- 21. júlí - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur og fjölmiðlafræðingur.
- 6. ágúst - Lucille Ball, bandarísk leikkona.
- 17. ágúst - Míkhaíl Botvínník, sovéskur stórmeistari í skák.
- 18. ágúst - Herbert Bloch, þýskur fornfræðingur og textafræðingur og prófessor í fornfræði við Harvard-háskóla.
- 28. ágúst - Joseph Luns, hollenskur stjórnmálamaður, utanríkisráðherra Hollands 1952 til 1971 og fimmti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
- 19. september - William Golding, breskur rithöfundur og ljóðskáld. Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum.
- 24. september - Konstantín Tsjernenko, sovéskur stjórnmálamaður og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins.
- 14. október - Lê Đức Thọ víetnamskur byltingarmaður, hershöfðingi, ríkiserindreki og stjórnmálamaður.
- 2. nóvember - Odysseas Elytis, grískt skáld og verðlaunahafi bókmenntaverðlaun Nóbels 1979.
- 11. desember - Naguib Mahfouz, egypskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1988.
- 29. desember - Nicolae Kovács, rúmenskur knattspyrnumaður (d. 1977).
Dáin
- 17. janúar - Francis Galton, breskur mannfræðingur, landkönnuður, uppfinningamaður, og tölfræðingur.
- 15. febrúar - Theodor Escherich, bæverskur barnalæknir og örverufræðingur (f. 1857).
- 25. apríl - Emilio Salgari, ítalskur rithöfundur.
- 18. maí - Gustav Mahler, var austurrískt tónskáld.
- 18. september - Pjotr Stolypín, þriðji forsætisráðherra Rússlands og innanríkisráðherra rússneska keisaradæmisins frá 1906 til 1911.
- 29. október - Joseph Pulitzer, ungversk-bandarískur dagblaðaútgefandi og stjórnmálamaður.