Fara í innihald

Sigvaldi Thordarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigvaldi Thordarson (f. 27. desember 1911, d. 16. apríl 1964) var afkastamikill arkitekt og eftir hann standa margar þekktar byggingar, einbýlishús, fjölbýli af ýmsum gerðum, skólar, hótel og virkjanir.[1] Byggingar hans einkennast af sterkum litum[2], oft gulum og bláum með hvítu sem nú eru oft kallaðir Sigvaldalitir.[3][4]

Sigvaldi sat í stjórn Arkitektafélags Íslands.[2] Hann tók einnig þátt í fjölda samkeppna með góðum árangri t.d. um nýtt Ráðhús Reykjavíkur[1] (það hús var ekki byggt).

Sigvaldi er einn af þekktustu og virtustu arkitektum Íslands.[4]

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Sigvalda voru Þórður Jónsson og Albína Jónsdóttir. Þau bjuggu á Ljósalandi í Vopnafirði.[5]

Fyrri kona Sigvalda var Pálína Þórunn Jónsdóttir (1913-1995) og áttu þau saman fjögur börn: Albínu Thordarson, Guðfinna Thordarson, Jón Örn Thordarson og Hallveig Thordarson.[5]

Seinni kona Sigvalda var Kamma Axelsdóttir Nielsen (1923-1986) og áttu þau saman einn son, Sigvalda Thordarson.[5]

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Sigvaldi lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1933 og sveinsprófi í húsasmíði 1934.

Hann lauk frá Det tekniske Selskabs Skole í Kaupmannahöfn 1939.

Árið 1947 lauk hann prófi í húsagerðarlist frá Akademiet for de skønne Kunster í Kaupmannahöfn[5] eftir að hafa þurft að gera hlé á námi sínu vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.[1]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Húsameistaraskrifstofa í Reykjavík ásamt Gísla Halldórssyni 1941-1945 og 1947.[5]

Forstöðumaður teiknistofu Sambands íslenskra samvinnufélaga 1948-1951.[5]

Rak eigin teiknistofu frá 1951-1964.[5]

Húsgögn[breyta | breyta frumkóða]

Sigvaldi hannaði oft fasta innanstokksmuni í húsum sínum, t.d. hillur, skrifborð og fleira í verslun Máls og menningar Laugavegi. Hann hannaði einnig borðstofusett sem samanstóð af skenk, stækkanlegu borði og stólum úr reyktri eik og tekki. Húsgögnin voru smíðuð af Helga Einarssyni húsgagnasmið og framleidd á verkstæði hans í Brautarholti 26.[6][7] Borðstofusettið var meðal sýningargripa á sýningunni "Hlutirnir okkar" í Hönnunarsafni Íslands árið 2012.[7]

Byggingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Yfirlit yfir byggingar sem Sigvaldi teiknaði á sínum starfsferli. Listinn er ekki tæmandi.[5][8]
 • Hreyfilshúsið - Reykjavík. Sjö hæða skrifstofuhúsnæði við gatnamót Fellsmúla og Grensásvegs.
 • Hallveigarstaðir - Reykjavík
 • Íþróttahús Háskóla Íslands - Reykjavík
 • Grímsárvirkjun stöðvarhús og stífla 1955–1958
 • Hús Bókabúðar Máls og menningar, Laugavegi - Reykjavík
 • Fjölbýlishús Háaleitisbraut 26-30 - Reykjavík, byggt af Byggingarfélagi Reykjavíkur[9]
 • Fjölbýlishús Háaleitisbraut 109-111 - Reykjavík
 • Hlíðaskóli - Reykjavík
 • Fjölbýlishús Hátún 8 - Reykjavík
 • Fjölbýlishús Hverfisgata 86 - Reykjavík
 • Reiðhjallavirkjun
 • Laxárvirkjun - Laxárstöð II, 1953[10]
 • Gljúfrasteinn Mosfellsdal sundlaug
 • Bjarmastígur 10
 • Einbýlishús Ægissíða 80 - Reykjavík, friðað að ytra byrði árið 1999[11][12]
 • Varmalandsskóli
 • Bifröst[4]
 • Karfavogur 14-24 – reist 1960-1962[13]
 • Langholtsvegur 131 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1948[13]
 • Langholtsvegur 133 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1948[13]
 • Langholtsvegur 134 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1951[13]
 • Langholtsvegur 135 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1948[13]
 • Langholtsvegur 136 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1950[13]
 • Langholtsvegur 137 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1950[13]
 • Langholtsvegur 137 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1948[13]
 • Langholtsvegur 172 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1952[13]
 • Langholtsvegur 176 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1949[13]
 • Nökkvavogur 9 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1953[13]
 • Nökkvavogur 11 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1948[13]
 • Nökkvavogur 16, reist 1953[13]
 • Nökkvavogur 11 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1950[13]
 • Nökkvavogur 16, reist 1952[13]
 • Selvogsgrunn 23, reist 1956
 • Hátún 37 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1946[14]
 • Miðtún 54 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1942[14]
 • Miðtún 70 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1943[14]
 • Miðtún 88 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1949[14]
 • Samtún 14 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1941[14]
 • Samtún 16 ásamt Gísla Halldórssyni, reist 1941[14]
 • Sunnutorg við Langholtsveg 70, reist 1959[15]
 • Rafstöð Hafnarbyggð 16 - Vopnafirði[16]
 • Kirkjubraut 3 - Seltjarnarnesi, reist 1954.[3]
 • Melabraut 30 - Seltjarnarnesi, reist 1958.[3]
 • Fjölbýlishús við Skaftahlíð teiknað fyrir starfsmenn stjórnarráðsins árið 1955.[4]
 • Einbýlishús Vesturbrún 4 - Reykjavík[4]
 • Félagsheimilið Neskaupstað[4]
 • Sjúkrahúsið á Sauðárkróki[4]
 • Orlofsheimili ASÍ við Hveragerði[4][5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 1,2 Þór Sandholt (apríl 2019). „Sigvaldi Thordarson“. Morgunblaðið. bls. 11. Sótt 2019.
 2. 2,0 2,1 Aðalsteinn Richter (apríl 1964). „Sigvaldi Thordarson - Kveðja frá Arkitektafélagi Íslands“. Morgunblaðið. bls. 11. Sótt 2019.
 3. 3,0 3,1 3,2 Pétur H. Ármannsson (apríl 2014). „Seltjarnarnes og byggingararfurinn“ (PDF). Sótt 2019.
 4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 4,7 Gísli Sigurðsson (Júní 2004). „Árölti með augun opin: Svipastu um eftir Sigvalda“. Morgunblaðið. bls. Morgunblaðið C 2. Sótt 2019.
 5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 5,6 5,7 5,8 Páll Eggert Ólason; Ólafur Þ. Kristjánsson; Jón Guðnason; Sigurður Líndal (1948). Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. bls. 445.
 6. „Borðstofuskápur Sigvaldi Thordarson“.
 7. 7,0 7,1 „Hlutirnir okkar“.
 8. „Loji Höskuldsson (@lojiho) • Instagram photos and videos“. www.instagram.com (enska). Sótt 15. ágúst 2019.[óvirkur tengill]
 9. „Félög - Húsfélagið Háaleitisbraut 26-30“. borgarskjalasafn.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2019. Sótt 15. ágúst 2019.
 10. „Mannvirkjaskráning í Laxárvirkjun“ (PDF).
 11. „Ægisíða 80“. Minjastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2019. Sótt 15. ágúst 2019.
 12. Helga Maureen Gylfadóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Pétur H. Ármannsson (2005). „Húsakönnun Ægisíða 50 – 98 (sléttar tölur)“ (PDF). Minjasafn Reykjavíkur.
 13. 13,00 13,01 13,02 13,03 13,04 13,05 13,06 13,07 13,08 13,09 13,10 13,11 13,12 13,13 13,14 Helga Maureen Gylfadóttir, Drífa Kristín Þrastardóttir, Pétur H. Ármannsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2010). „Húsakönnun: Vogahverfi“ (PDF). Minjasafn Reykjavíkur.
 14. 14,0 14,1 14,2 14,3 14,4 14,5 Helga Maureen Gylfadóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2009). „Húsakönnun: Samtún – Nóatún – Miðtún – Hátún – Höfðatún“ (PDF). Minjasafn Reykjavíkur. Sótt 2019.
 15. Kristín Ólafsdóttir (september 2019). „Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi“. Sótt september 2019.
 16. YRKI arkitektar ehf. (Maí 2019). „Húsakönnun fyrir MIÐHLUTA HAFNARSVÆÐIS Á VOPNAFIRÐI“ (PDF).