Konstantín Tsjernenko
Konstantín Tsjernenko Константи́н Черне́нко | |
---|---|
Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins | |
Í embætti 9. febrúar 1984 – 10. mars 1985 | |
Forveri | Júríj Andropov |
Eftirmaður | Míkhaíl Gorbatsjov |
Forseti forsætisnefndar Æðstaráðs Sovétríkjanna | |
Í embætti 11. apríl 1984 – 10. mars 1985 | |
Forveri | Vasílíj Kúznetsov (starfandi) |
Eftirmaður | Andrej Gromyko |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. september 1911 Bolshaja Tes, Jenísejsk, rússneska keisaraveldinu |
Látinn | 10. mars 1985 (73 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna |
Maki | Faína Vassíljevna Tsjernenko Anna Dmítríjevna Ljúbímova |
Börn | Albert, Vera, Jelena, Vladímír |
Undirskrift |
Konstantín Ústínovítsj Tsjernenko (rússneska: Константи́н Усти́нович Черне́нко; 24. september 1911 – 10. mars 1985) var sovéskur stjórnmálamaður og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins í aðeins þrettán mánuði frá 1984 til dauðadags.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Tsjernenko hóf stjórnmálaferil sinn í borginni Krasnojarsk en flutti árið 1948 til Moldavíu, þar sem hann hóf störf í þjónustu Leoníds Brezhnev, sem var þá aðalritari moldavíska Sovétlýðveldisins en átti síðar eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna allra. Tsjernenko fylgdi Brezhnev til Moskvu þegar Brezhnev hlaut sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og vann í áróðursráðuneyti Sovétríkjanna. Tsjernenko varð sjálfur meðlimur í miðstjórninni árið 1977. Tsjernenko var ekki heilsuhraustur og þjáðist bæði af lungnaveiki, lifrarbólgu og skorpulifur.[1] Tsjernenko gerðist aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir að Júríj Andropov lést árið 1984.
Fátt gerðist á stuttri valdatíð Tsjernenkos. Staða rússneska tungumálsins var styrkt á sovéskum yfirráðasvæðum þar sem málið var ekki móðurmál innfæddra og haldið var áfram að bæla niður pólitískt andóf. Tilraunum til að vinna bug á spillingu var hins vegar mestmegnis frestað. Sovéskir valdhafar létu stífla fjölmörg fljót í Síberíu en þessar ákvarðanir ollu talsverðum umhverfisskemmdum sem ekki var tekist á við fyrr en árið 1987.
Tsjernenko lést úr sjúkdómum sínum þann 10. mars 1985. Hann var þriðji leiðtogi Sovétríkjanna sem lést á jafnmörgum árum. Haft er eftir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta þegar hann frétti af dauða Tsjernenkos: „Hvernig á mér að miða eitthvað áfram með þessa Rússa ef þeir halda áfram að deyja?“[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Altman, Lawrence K. (12 mars 1985). „Succession in Moscow: A private life, and a medical case; Autopsy discloses several diseases“ (enska). The New York Times. Sótt 19. nóvember 2012. „Konstantin U. Chernenko died of lung, heart and liver disease, according to an autopsy report signed by the chief Kremlin physician, Dr. Yevgeny I. Chazov, and nine other doctors. [...] In addition, the report said, Mr. Chernenko's liver was destroyed by two common diseases, chronic hepatitis and cirrhosis.“
- ↑ Maureen Dowd, "Where's the Rest of Him?" The New York Times, 18. nóvember 1990.
Fyrirrennari: Júríj Andropov |
|
Eftirmaður: Míkhaíl Gorbatsjov |