Josef Mengele
Josef Mengele (16. mars 1911 – 7. febrúar 1979), einnig þekktur sem Engill dauðans (á þýsku: Todesengel), var þýskur foringi í SS sveitum nasista og læknir í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í seinni heimstyrjöldinni. Hann hafði doktorspróf í mannfræði frá Háskólanum í München og próf í læknisfræði frá Háskólanum í Frankfurt. Hann er alræmdur fyrir viðurstyggilegar tilraunir sínar á föngum í útrýmingarbúðunum Auschwitz, einkum á tvíburum. Fæstir þeirra sem Mengele gerði tilraunir á lifðu það af, en þar á meðal voru börn.
Að stríðinu loknu lifði Mengele um hríð í Þýskalandi og fór huldu höfði en flúði síðan til Suður-Ameríku. Þrátt fyrir að vera eftirlýstur stríðsglæpamaður og þrátt fyrir mikla leit komst Mengele undan. Talið er að hann hafi búið í Argentínu þegar Adolf Eichmann var handsamaður þar árið 1960 og samneyti var á milli þeirra. Mengele lést árið 1979 í Brasilíu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]„Komu „læknisrannsóknir" dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?“. Vísindavefurinn.