Jón Karel Kristbjörnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Karel Kristbjörnsson
Upplýsingar
Fæðingardagur 19. desember 1911
Fæðingarstaður    Ísland
Dánardagur    17. júní 1933
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Leikstaða Markvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
19??–1933 Valur

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Jón Karel Kristbjörnsson (19. desember 1911 – 17. júní 1933) var íslenskur knattspyrnumaður sem spilaði stöðu markvarðar fyrir Val og varði mark félagsins þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1930. Sama ár keppti hann með úrvalsliði Íslendinga á móti úrvalsliði Færeyja í Þórshöfn í Færeyjum þar sem Íslendingar fóru með sigur af hólmi, 1-0.[1] Í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn 1933, þann 13. júní, hlaut Jón Karel lífshættuleg innvortis meiðsl eftir samstuð við andstæðing og lést á sjúkrahúsi fjórum dögum síðar af lífhimnubólgu.[2][3][4] Hann var eini leikmaðurinn sem lést af völdum meiðsla í knattspyrnuleik á Íslandi þar til Ármenningurinn Haukur Birgir Hauksson lést 40 árum seinna, þann 30. júlí 1973, af völdum meiðsla sem hann hlaut í leik Ármanns og Vals í 1. flokki mánuði áður.[5]

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Íslenzku knattspyrnumennirnir í Færeyjum“. Alþýðublaðið. 30. júlí 1930. bls. 2. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Látinn maður með á liðsmynd“. Morgunblaðið. 28. nóvember 2010. bls. 20. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  3. Þorsteinn Ólafsson (1. maí 2015). „Valsmenn heiðra minningu Jóns Karel Kristbjörnssonar“. Valsblaðið. bls. 27. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. Helgi Hrafn Guðmundsson (4. maí 2013). „Valur-KR upp á líf og dauða“. Lemúrinn. Sótt 23. júlí 2022.
  5. „Lézt eftir meiðsli í knattspyrnuleik á Ármannsvelli“. Vísir. 31. júlí 1973. bls. 8. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.